1.540 íslensk fiskiskip voru á skrá hjá Samöngustofu í árslok 2022 en þau voru 1.549 árið 2021. Breytingin er því ekki umtalsvert á milli ára en á síðustu 20 árum hefur fiskiskipum fækkað verulega. Þau voru í árslok 2003 1.651 talsins og eru því 111 færri nú. Þetta kemur fram í yfirliti frá Hagstofu Íslands.
Lang flest fiskiskip eru skráð á Vestfjörðum eða alls 385 talsins. Þar hefur þeim fjölgað verulega frá árinu 2006 þegar þau voru alls 275. Næst flest eru fiskiskipin á Vesturlandi, 263 skip, en þar hefur þeim fækkað umtalsvert frá árinu 2003 þegar þau voru 335 talsins.
Af öllum fiskiskipum voru skráðir 42 togarar og 27 veiðiskip yfir 1.000 brúttótonn. Smábátar undir 11 brúttótonn voru 1.110 talsins.
Fiskiskipum hefur fækkað um 76 á Norðurlandi eystra, fóru úr 295 skipum árið 2003 í 219 skip á síðasta ári. Þá hefur fiskiskipum fækkað um næstum helming á höfuðborgarsvæðinu á síðustu 20 árum. Þau voru alls 207 árið 2003 en ekki nema 112 á síðasta ári. Fiskiskipum hefur fjölgað örlítið á Norðurlandi vestra þar sem þau voru 94 árið 2003 en voru á síðasta ári 123.
Hvergi eru færri fiskiskip á landinu en á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi þar sem þau eru fæst. Þau voru 111 árið 2003 en 79 á síðasta ári.