Þeir Svanur Guðmundsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Árni Sv. Mathiesen mega teljast sérlegir áhugamenn um skýrslur Hafrannsóknastofnunar. Þeir beita aðferðum verðbréfafyrirtækja á þá flóknu útreikninga sem liggja að baki stofnmati og ráðgjöf.

„Þetta kemur út af rannsóknum mínum og því sem maður hefur lesið úr skýrslum Hafrannsóknastofnunar,“ segir Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Maris Optimum. „Ég fór að skoða stofnmat stofnunarinnar í karfa og mér fannst eitthvað undarlegt að gerast þar. Í mínum huga var þetta ekki alveg að ganga upp, en það var eiginlega byggt á tilfinningu eftir grúsk hjá mér.“

Mynd 1 sýnir innbyrðis þyngdardreifingu mismunandi lengda í sentimetrum eftir árum
Mynd 1 sýnir innbyrðis þyngdardreifingu mismunandi lengda í sentimetrum eftir árum

„Sjálfur þekki ég vel karfann úr rekstri,“ segir hann en Svanur er af öflugri útgerðarfjölskyldu í Grundarfirði, sonur Guðmundar Runólfssonar og þar með bróðir Guðmundar Smára, framkvæmdastjóra G. Run. Hann lærði á sínum tíma sjávarútvegsfræði í Tromsø.

Eins og endurskoðendur

En nú hefur félagið Maris Optimum verið stofnað utan um áhuga hans á greiningu á auðlindum sjávar og nýtingu þeirra. Með honum í þessum rannsóknum er stærðfræðingurinn Jón Scheving Thorsteinsson, með meistaragráðu í aðgerðarannsóknum frá Stanford University og Árni Sv. Mathiesen viðskiptafræðingur sem starfa saman í fyrirtækinu Arev tölfræði.

„Þeir hafa verið að greina verðmæti fyrirtækja,“ segir Svanur um samstarfið, „og við fórum að spyrja hvort ekki sé hægt að reikna út stofnstærð á annan hátt og þannig endurskoðað opinbera stofnmatið. Við erum þá eins og endurskoðendur sem koma inn í fyrirtæki og rekja hvar peningarnir eru. Við förum inn í mitt ferlið, komum að ofan og skoðum bara heftið. Þess vegna erum við ekki að velta okkur upp úr því hvað hver fiskur er gamall heldur notum bara tölur um lengd og þyngd.“

Hugsa öðru vísi

„Líffræðingur þarf alltaf að hugsa öðru vísi en við,“ bætir Jón við. „Hann skoðar árgangana og hvernig einstaklingarnir færast á milli þeirra, við erum að skoða lengdina og þyngdina af því það er miklu auðveldara að reikna út frá þeim.“

Myndin sýnir áhrif fjölda í mismunandi lengdarflokkum í vorralli og veiðum á stofnmatið
Myndin sýnir áhrif fjölda í mismunandi lengdarflokkum í vorralli og veiðum á stofnmatið

Maris Optimum hefur átt gott samstarf við Hafrannsóknastofnun, fengið þaðan bæði gögn og góð viðbrögð við því sem þeir hafa verið að gera. Niðurstöðurnar eru í meginatriðum svipaðar, en óvissan minni en í birtum niðurstöðum sem hjálpar til þegar verið er að spá til næstu ára. Nákvæmni fæst með því að keyra gögnin í gegnum reikniforrit með vélanámi sem smám saman stillir af tölurnar.

„Við getum áætlað stofnstærðina eftir lengdarflokkum fram í tímann og þar með ráðlagt útgerðarmönnum um hve mikið þeir fá að veiða og hver samsetning eftir lengdum gæti verið. Við vitum það nokkurn veginn fimm, sex ár fram í tímann. Með þessu má hagræða.“

Smákarfinn finnst ekki

Bæði innan greinarinnar og innan Hafrannsóknastofnunar er mikill áhugi á samstarfi um karfaleit. Þar verði einkum svipast um eftir ungviðinu, enda hefur ekki orðið vart mikillar nýliðunar árum saman.

Möguleg skýring á því að smákarfinn finnst ekki er að hugsanlega gæti verið að litlu fiskarnir hörfi undan þeim stóru. Þetta segja þeir kalla á meiri rannsóknir og meiri greiningu, enda mikið í húfi fyrir íslenskan sjávarútveg.

„Karfinn étur litla karfa, eins og aðrir fiskar,“ segir Svanur, „og það er ekki bara hitastigið heldur forðast þeir líka hvorn annan eftir stærðarflokkum. Stóru og litlu fiskarnir eru ekki á sama stað. En það sem við sjáum núna er að það er miklu meira af stórum karfa heldur en litlum karfa í stofninum okkar heldur en var. Er það vegna þess að það er svo mikið af stóra karfanum að litli karfinn forðist hann?“

„Ég tel samt að hann geti ekki falist,“ segir Jón. „Alvöru íslenskur nýliðunaratburður, sem hefur komið á 15-20 ára fresti, hann hefur ekki almennilega átt sér stað frá því um aldamótin. Það myndi ekkert leyna sér.“

Þeir Svanur Guðmundsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Árni Sv. Mathiesen mega teljast sérlegir áhugamenn um skýrslur Hafrannsóknastofnunar. Þeir beita aðferðum verðbréfafyrirtækja á þá flóknu útreikninga sem liggja að baki stofnmati og ráðgjöf.

„Þetta kemur út af rannsóknum mínum og því sem maður hefur lesið úr skýrslum Hafrannsóknastofnunar,“ segir Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Maris Optimum. „Ég fór að skoða stofnmat stofnunarinnar í karfa og mér fannst eitthvað undarlegt að gerast þar. Í mínum huga var þetta ekki alveg að ganga upp, en það var eiginlega byggt á tilfinningu eftir grúsk hjá mér.“

Mynd 1 sýnir innbyrðis þyngdardreifingu mismunandi lengda í sentimetrum eftir árum
Mynd 1 sýnir innbyrðis þyngdardreifingu mismunandi lengda í sentimetrum eftir árum

„Sjálfur þekki ég vel karfann úr rekstri,“ segir hann en Svanur er af öflugri útgerðarfjölskyldu í Grundarfirði, sonur Guðmundar Runólfssonar og þar með bróðir Guðmundar Smára, framkvæmdastjóra G. Run. Hann lærði á sínum tíma sjávarútvegsfræði í Tromsø.

Eins og endurskoðendur

En nú hefur félagið Maris Optimum verið stofnað utan um áhuga hans á greiningu á auðlindum sjávar og nýtingu þeirra. Með honum í þessum rannsóknum er stærðfræðingurinn Jón Scheving Thorsteinsson, með meistaragráðu í aðgerðarannsóknum frá Stanford University og Árni Sv. Mathiesen viðskiptafræðingur sem starfa saman í fyrirtækinu Arev tölfræði.

„Þeir hafa verið að greina verðmæti fyrirtækja,“ segir Svanur um samstarfið, „og við fórum að spyrja hvort ekki sé hægt að reikna út stofnstærð á annan hátt og þannig endurskoðað opinbera stofnmatið. Við erum þá eins og endurskoðendur sem koma inn í fyrirtæki og rekja hvar peningarnir eru. Við förum inn í mitt ferlið, komum að ofan og skoðum bara heftið. Þess vegna erum við ekki að velta okkur upp úr því hvað hver fiskur er gamall heldur notum bara tölur um lengd og þyngd.“

Hugsa öðru vísi

„Líffræðingur þarf alltaf að hugsa öðru vísi en við,“ bætir Jón við. „Hann skoðar árgangana og hvernig einstaklingarnir færast á milli þeirra, við erum að skoða lengdina og þyngdina af því það er miklu auðveldara að reikna út frá þeim.“

Myndin sýnir áhrif fjölda í mismunandi lengdarflokkum í vorralli og veiðum á stofnmatið
Myndin sýnir áhrif fjölda í mismunandi lengdarflokkum í vorralli og veiðum á stofnmatið

Maris Optimum hefur átt gott samstarf við Hafrannsóknastofnun, fengið þaðan bæði gögn og góð viðbrögð við því sem þeir hafa verið að gera. Niðurstöðurnar eru í meginatriðum svipaðar, en óvissan minni en í birtum niðurstöðum sem hjálpar til þegar verið er að spá til næstu ára. Nákvæmni fæst með því að keyra gögnin í gegnum reikniforrit með vélanámi sem smám saman stillir af tölurnar.

„Við getum áætlað stofnstærðina eftir lengdarflokkum fram í tímann og þar með ráðlagt útgerðarmönnum um hve mikið þeir fá að veiða og hver samsetning eftir lengdum gæti verið. Við vitum það nokkurn veginn fimm, sex ár fram í tímann. Með þessu má hagræða.“

Smákarfinn finnst ekki

Bæði innan greinarinnar og innan Hafrannsóknastofnunar er mikill áhugi á samstarfi um karfaleit. Þar verði einkum svipast um eftir ungviðinu, enda hefur ekki orðið vart mikillar nýliðunar árum saman.

Möguleg skýring á því að smákarfinn finnst ekki er að hugsanlega gæti verið að litlu fiskarnir hörfi undan þeim stóru. Þetta segja þeir kalla á meiri rannsóknir og meiri greiningu, enda mikið í húfi fyrir íslenskan sjávarútveg.

„Karfinn étur litla karfa, eins og aðrir fiskar,“ segir Svanur, „og það er ekki bara hitastigið heldur forðast þeir líka hvorn annan eftir stærðarflokkum. Stóru og litlu fiskarnir eru ekki á sama stað. En það sem við sjáum núna er að það er miklu meira af stórum karfa heldur en litlum karfa í stofninum okkar heldur en var. Er það vegna þess að það er svo mikið af stóra karfanum að litli karfinn forðist hann?“

„Ég tel samt að hann geti ekki falist,“ segir Jón. „Alvöru íslenskur nýliðunaratburður, sem hefur komið á 15-20 ára fresti, hann hefur ekki almennilega átt sér stað frá því um aldamótin. Það myndi ekkert leyna sér.“