Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær með 27 tonna afla eftir að hafa lokið tveimur þriðju af yfirstandandi ralli. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunar.

Er þetta í fjórða sinn sem Gullver tekur þátt í togararallinu. Togarinn Breki og hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru hin þrjú skipin í verkefninu.

„Það hefur gengið einstaklega vel enda hefur verið blíða allan tímann sem er óvenjulegt á þessum árstíma. Við á Gullver erum búnir að taka 98 hol af þeim 151 sem okkur er ætlað að taka,“ er haft eftir Steinþóri Hálfdanarsyni skipstjóra á svn.is. Gullver sinni svonefndu norðaustursvæði.

„Við byrjuðum á Glettingi og héldum síðan norður eftir allt vestur fyrir Skjálfanda. Síðan var haldið austur um á ný og endað á Glettingi, á sama stað og við byrjuðum. Í seinni hluta rallsins mun Gullver fara suður á Breiðdalsgrunn og síðan á Þórsbanka og Verkamannabanka alveg að færeysku lögsögunni og austur að Kremlarmúr. Aflinn sem við erum með er ekki mikill og er það í reynd samkvæmt venju. Við höfum ekki orðið varir við neina loðnu og er það óvenjulegt. Nú fer ég í land og Hjálmar Ólafur Bjarnason leysir mig af. Það má gera ráð fyrir að seinni hluti rallsins hjá Gullver taki eina fjóra eða fimm daga, en í fyrri hlutanum vorum við að jafnaði að taka 12 hol á dag,“ segir Steinþór á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær með 27 tonna afla eftir að hafa lokið tveimur þriðju af yfirstandandi ralli. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunar.

Er þetta í fjórða sinn sem Gullver tekur þátt í togararallinu. Togarinn Breki og hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru hin þrjú skipin í verkefninu.

„Það hefur gengið einstaklega vel enda hefur verið blíða allan tímann sem er óvenjulegt á þessum árstíma. Við á Gullver erum búnir að taka 98 hol af þeim 151 sem okkur er ætlað að taka,“ er haft eftir Steinþóri Hálfdanarsyni skipstjóra á svn.is. Gullver sinni svonefndu norðaustursvæði.

„Við byrjuðum á Glettingi og héldum síðan norður eftir allt vestur fyrir Skjálfanda. Síðan var haldið austur um á ný og endað á Glettingi, á sama stað og við byrjuðum. Í seinni hluta rallsins mun Gullver fara suður á Breiðdalsgrunn og síðan á Þórsbanka og Verkamannabanka alveg að færeysku lögsögunni og austur að Kremlarmúr. Aflinn sem við erum með er ekki mikill og er það í reynd samkvæmt venju. Við höfum ekki orðið varir við neina loðnu og er það óvenjulegt. Nú fer ég í land og Hjálmar Ólafur Bjarnason leysir mig af. Það má gera ráð fyrir að seinni hluti rallsins hjá Gullver taki eina fjóra eða fimm daga, en í fyrri hlutanum vorum við að jafnaði að taka 12 hol á dag,“ segir Steinþór á heimasíðu Síldarvinnslunnar.