Það hefur verið líf og fjör um borð í Breka VE 61 í togararalli Hafrannsóknarstofnunar síðastliðnar vikur en svo er árlegur leiðangur stofnunarinnar alla jafna kallaður hvers tilgangur er að stofnmæla botnfisk á Íslandsmiðum. Sagt er frá þessu í máli og myndum á vef Hafrannsóknastofnunar.

Trollið tekið, þriggja gilsa hal. Hásetarnir Hemmi til vinstri og Atli til hægri.
Trollið tekið, þriggja gilsa hal. Hásetarnir Hemmi til vinstri og Atli til hægri.

Fjögur skip þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS, og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson.