Útbreiðsla fjörukrabba í íslenskum fjörum hefur breyst í kjölfar hlýnunar og innflutnings framandi tegunda. Þetta eru niðurstöður rannsókna Jóns T. Magnússonar, Stephen J. Hawkins, Lilju Gunnarsdóttur, Jörundar Svavarssonar og Karls Gunnarssonar, sem birtar voru í Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom. Jón, Lilja og Karl starfa sem sjávarlíffræðingar hjá Hafrannsóknastofnun.

Breytingar á útbreiðslu

Það eru einkum þrjár tegundir krabba, trjónukrabbi (Hyas araneus), bogkrabbi (Carcinus maenas) og grjótkrabbi (Cancer irroratus) sem finnast í fjörum við Vesturland. Krabbarnir eru talsvert á hreyfingu á flóði, en hafa hægt um sig þegar lágsjávað er og liggja þá gjarnan í skjóli undir þangi.

Trjónukrabbi er algengur allt í kringum land. Bogkrabbi fannst áður eingöngu við Suðurland og í Faxaflóa en á undanförnum árum hefur útbreiðslan aukist og hans orðið vart í vaxandi mæli í Breiðafirði. Grjótkrabbi barst nýlega til landsins, líklega með kjölfestuvatni. Hann fannst fyrst í Hvalfirði en hefur síðan dreift sér allt í kringum land. Í fjörunni finnst grjótkrabbi nær eingöngu neðst en hann er hins vegar algengur neðan fjörunnar. Bæði trjónukrabbi og bogkrabbi eru dreifðir um alla fjöruna.

Trjónukrabbi er algengur allt í kringum land.
Trjónukrabbi er algengur allt í kringum land.

Í greininni er lýst útbreiðslu, þéttleika og stofnsamsetningu krabba í klóþangsfjörum við Faxaflóa og Breiðafjörð. Byggt á fyrri athugunum á útbreiðslubreytingum í fjörum er sú tilgáta prófuð að þéttleiki trjónukrabba minnki og stofngerð hans breytist með breytingum á útbreiðslu hinna tveggja tegundanna. Tengsl þangsláttar við krabba eru einnig skoðuð og athugað hvort þangsláttur hafi haft áhrif á útbreiðslu og þéttleika krabbanna.

Bogkrabbi er orðinn allsráðandi í Faxaflóa og í sunnanverðum Breiðafirði. Mynd/Hans Hillewaert
Bogkrabbi er orðinn allsráðandi í Faxaflóa og í sunnanverðum Breiðafirði. Mynd/Hans Hillewaert

Bogkrabbi verður ríkjandi í fjörunni

Niðurstöður sýna að við breytingar á útbreiðslu bogkrabba minnkar þéttleiki trjónukrabba verulega um miðbik og efri hluta fjörunnar. Enn fremur þrengir aukin útbreiðsla grjótkrabba að búsvæði trjónukrabba í neðsta hluta fjörunnar. Þar sem þessar krabbategundir hafa verið lengst í sambýli þ.e. í Faxaflóa og í sunnanverðum Breiðafirði, hefur bogkrabbi orðið alsráðandi en trjónukrabbi látið undan og nær horfið. Ekki eru nein merki um að þangsláttur eins og hann er stundaður í Breiðafirði hafi áhrif á krabbana.

Hér má lesa greinina í heild sinni á ensku.

Útbreiðsla fjörukrabba í íslenskum fjörum hefur breyst í kjölfar hlýnunar og innflutnings framandi tegunda. Þetta eru niðurstöður rannsókna Jóns T. Magnússonar, Stephen J. Hawkins, Lilju Gunnarsdóttur, Jörundar Svavarssonar og Karls Gunnarssonar, sem birtar voru í Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom. Jón, Lilja og Karl starfa sem sjávarlíffræðingar hjá Hafrannsóknastofnun.

Breytingar á útbreiðslu

Það eru einkum þrjár tegundir krabba, trjónukrabbi (Hyas araneus), bogkrabbi (Carcinus maenas) og grjótkrabbi (Cancer irroratus) sem finnast í fjörum við Vesturland. Krabbarnir eru talsvert á hreyfingu á flóði, en hafa hægt um sig þegar lágsjávað er og liggja þá gjarnan í skjóli undir þangi.

Trjónukrabbi er algengur allt í kringum land. Bogkrabbi fannst áður eingöngu við Suðurland og í Faxaflóa en á undanförnum árum hefur útbreiðslan aukist og hans orðið vart í vaxandi mæli í Breiðafirði. Grjótkrabbi barst nýlega til landsins, líklega með kjölfestuvatni. Hann fannst fyrst í Hvalfirði en hefur síðan dreift sér allt í kringum land. Í fjörunni finnst grjótkrabbi nær eingöngu neðst en hann er hins vegar algengur neðan fjörunnar. Bæði trjónukrabbi og bogkrabbi eru dreifðir um alla fjöruna.

Trjónukrabbi er algengur allt í kringum land.
Trjónukrabbi er algengur allt í kringum land.

Í greininni er lýst útbreiðslu, þéttleika og stofnsamsetningu krabba í klóþangsfjörum við Faxaflóa og Breiðafjörð. Byggt á fyrri athugunum á útbreiðslubreytingum í fjörum er sú tilgáta prófuð að þéttleiki trjónukrabba minnki og stofngerð hans breytist með breytingum á útbreiðslu hinna tveggja tegundanna. Tengsl þangsláttar við krabba eru einnig skoðuð og athugað hvort þangsláttur hafi haft áhrif á útbreiðslu og þéttleika krabbanna.

Bogkrabbi er orðinn allsráðandi í Faxaflóa og í sunnanverðum Breiðafirði. Mynd/Hans Hillewaert
Bogkrabbi er orðinn allsráðandi í Faxaflóa og í sunnanverðum Breiðafirði. Mynd/Hans Hillewaert

Bogkrabbi verður ríkjandi í fjörunni

Niðurstöður sýna að við breytingar á útbreiðslu bogkrabba minnkar þéttleiki trjónukrabba verulega um miðbik og efri hluta fjörunnar. Enn fremur þrengir aukin útbreiðsla grjótkrabba að búsvæði trjónukrabba í neðsta hluta fjörunnar. Þar sem þessar krabbategundir hafa verið lengst í sambýli þ.e. í Faxaflóa og í sunnanverðum Breiðafirði, hefur bogkrabbi orðið alsráðandi en trjónukrabbi látið undan og nær horfið. Ekki eru nein merki um að þangsláttur eins og hann er stundaður í Breiðafirði hafi áhrif á krabbana.

Hér má lesa greinina í heild sinni á ensku.