Vefmiðillinn www.eyjafrettir.is er 50 ára á þessu ári. Nokkur undanfarin ár hefur miðillinn útnefnt Eyjafólk ársins og veitt þeim Fréttapýramídann. Var tilkynnt um hver hlyti útnefninguna í gær í hinu magnaða fyrirbæri Eldheimum, þar sem minnst er þeirra ótrúlegu náttúruhamfara sem urðu í eldgosinu í Heimaey sem hófst í janúar 1973. Var athöfnin að nokkru leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta.

Eyjafólk ársins var að þessu sinni Sigurjón Óskarsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður og fjölskylda fyrir framlag til atvinnuuppbyggingar í Vestmannaeyjum í bráðum 80 ár.

Á árinu 2023 lauk útgerðar- og fiskvinnslusögu fjölskyldunnar þegar Vinnslustöðin hf. keypti fyrirtæki hennar, útgerðarfyrirtækið Ós sem gerði út Þórunni Sveinsdóttur VE, og fiskvinnsluna Leo Seafood, síðla árs 2022.

Þá tók við nýr kafli hjá fjölskyldinni. Er hún í fararbroddi í uppbyggingu laxeldisfyrirtækisins Laxeyjar, landeldis sem verið er að byggja upp í Viðlagafjöru ásamt seiðaeldisstöð í Friðarhöfn. Um er að ræða stærstu einstöku framkvæmd í sögu Vestmannaeyja sem mun skapa fjölda starfa og verðmæti. Fyrir það fengu þau Fréttapýramídann 2023.