Stolt Seafarm á Reykjanesi hyggur á framleiðsluaukningu en hún mun að líkindum ekki verði hér á landi heldur á Spáni og í Portúgal þar sem fyrirtækið er sagt hafa verið að styrkja innviði sína.

Þetta kemur fram í færslu á vef Matís í tilefni nýafstaðinnar heimsóknar fiskeldisteymis Matís í fyrirtækið.

„Um er að ræða alþjóðlegt fyrirtæki, með höfuðstöðvar á Spáni, sem framleiðir sandhverfu (turbot) og Senegal flúru (Senegal sole), en á síðasta ári var framleiðsla fyrirtækisins um 6.900 tonn af sandhverfu og 1.700 tonn af Senegal flúru,“ segir á matis.is.

Af meðfylgjandi grafi Stolt Seafarm má sjá að fyrirtækið er með markmið um að þrefalda framleiðslu sína á næstu 10 árum.
Af meðfylgjandi grafi Stolt Seafarm má sjá að fyrirtækið er með markmið um að þrefalda framleiðslu sína á næstu 10 árum.

Stolt Seafarm er sagt vera með framleiðslu á sextán stöðum á heimsvísu. Á Íslandi sé einungis framleidd Senegal flúra og hafi framleiðslan á síðasta ári verið um 250 tonn. Flúran sér hlýsjávarfiskur og nýti fyrirtækið sér kælivatn frá virkjun HS Orku við hlið fiskeldisins til að halda á fiskunum kjörhitastigi, sem sé um 23°C.

„Stolt hyggur á framleiðsluaukningu á komandi árum. Sú aukning mun að líkindum ekki fara fram hér á landi en fyrirtækið hefur verið að auka við innviði sína á Spáni og í Portúgal á síðustu misserum.“