Björgunaræfingar eru haldnar með reglubundnum hætti um borð í skipum Loðnuvinnslunnar. Ein slík var haldin fyrr í mánuðinum í Ljósafellinu. Áhöfnin skaut þá upp neyðarblysum. Áður en æfingin hófst var lögreglu og slökkvilið var gert viðvart.

Forvarnir og fræðsla um borð í skipum fer að stórum hluta fram í gegnum nýliðafræðslu sem skipstjórnendur sinna og einnig á reglulegum björgunaræfingum en það er hluti skylduverkefna áhafna. Kröfur um tíðni æfinga á fiskiskipum 15 metra eða lengri er einu sinni í mánuði samkvæmt reglugerð um öryggi fiskiskipa. Tilgangurinn með þeim er að undirbúa áhöfnina hvernig bregðast eigi við ef neyðarástand skapast.

Áhöfnin kveikti á neyðarblysum.
Áhöfnin kveikti á neyðarblysum.
© Þorgeir Baldursson (.)

Á síðasta ári var Hoffellið samtals stopp í 40 daga, en þar voru framkvæmdar 11 æfingar. Ljósafellið stoppaði tvisvar og þá samanlagt í 5-6 vikur, þar voru framkvæmdar 11 æfingar og uppfylla skipin því þær kröfur sem gerðar er.