Fyrsti þáttur Ice Cold Catch var frumsýndur á Discovery Channel í Kanada um miðjan mánuðinn. Á heimasíðu Vísis hf. segir að þættirnir hafi verið teknir upp síðasta vetur um borð í Páli Jónssyni GK sem Vísir hf. gerir út, og Valdimar GK sem Þorbjörn hf. gerir út. Tökur stóðu yfir í um fjóra mánuði og verða 13 þættir sýndir í heildina. Íslenskir sjómenn láta ljós sitt skína í þáttunum og verður spennandi að sjá afraksturinn þegar þættirnir verða frumsýndir á Discovery Channel í Bandaríkjunum 11. október.

Hægt er að sjá brot úr þáttunum hér.