Fyrsta skóflustungan að seiðaeldisstöð Thor Landeldis, sem hefur áform um upp­bygg­ingu á 20 þúsund tonna laxeldi í Þor­láks­höfn, var tekin síðastliðinn föstudag.

Byrjað er á fyrsta áfanganum, sem er seiðaeldistöð við Laxa­braut 35 vest­an við Þorláks­höfn. Þar mun áframeldisstöð félagsins mun rísa.

Að því er segir í fréttatilkynningu frá Kælismiðjunni Frosti hefur fyrirtækið gengið frá samningi um sölu á öflugri varmadælulausn fyrir fiskeldi til Thor Land­eldis.

Varmadælur í fiskeldi og sjúkrahús

„Lausnin byggir á tækni frá PTG sem Frost hefur frábæra reynslu af í mörgum af okkar sérsniðnu lausnum,“ segir í tilkynningunni þar sem einnig kemur fram að salan á varmadælulausninni hafi verið handsöluð af Hákoni Hallgrímssyni, sölustjóra Frosts og Jóntani Þórðarsyni, einum af forsvarsmönnum Thor Landeldis.

„Perfect Temperature Group (PTG) er vel þekkt fyrir framúrskarandi hönnun og framleiðslu á varmadælum fyrir bæði hitun og kælingu til fiskeldis. Varmadælurnar frá PTG eru víða í notkun við kælingu á seiðaeldi, hrognum og við slátrun og vinnslu á laxi, silungi, þorski og lúðu. Þar að auki þróar PTG SuperHeat varmadælur sem nota CO2 sem kælimiðil. Slíkar varmadælur eru afbragðs kostur fyrir matvælaiðnað, vinnslustöðvar, fiskeldi, sjúkrahús og fleira,“ segir í tilkynningu Frost.

Fyrsta skóflustungan að seiðaeldisstöð Thor Landeldis, sem hefur áform um upp­bygg­ingu á 20 þúsund tonna laxeldi í Þor­láks­höfn, var tekin síðastliðinn föstudag.

Byrjað er á fyrsta áfanganum, sem er seiðaeldistöð við Laxa­braut 35 vest­an við Þorláks­höfn. Þar mun áframeldisstöð félagsins mun rísa.

Að því er segir í fréttatilkynningu frá Kælismiðjunni Frosti hefur fyrirtækið gengið frá samningi um sölu á öflugri varmadælulausn fyrir fiskeldi til Thor Land­eldis.

Varmadælur í fiskeldi og sjúkrahús

„Lausnin byggir á tækni frá PTG sem Frost hefur frábæra reynslu af í mörgum af okkar sérsniðnu lausnum,“ segir í tilkynningunni þar sem einnig kemur fram að salan á varmadælulausninni hafi verið handsöluð af Hákoni Hallgrímssyni, sölustjóra Frosts og Jóntani Þórðarsyni, einum af forsvarsmönnum Thor Landeldis.

„Perfect Temperature Group (PTG) er vel þekkt fyrir framúrskarandi hönnun og framleiðslu á varmadælum fyrir bæði hitun og kælingu til fiskeldis. Varmadælurnar frá PTG eru víða í notkun við kælingu á seiðaeldi, hrognum og við slátrun og vinnslu á laxi, silungi, þorski og lúðu. Þar að auki þróar PTG SuperHeat varmadælur sem nota CO2 sem kælimiðil. Slíkar varmadælur eru afbragðs kostur fyrir matvælaiðnað, vinnslustöðvar, fiskeldi, sjúkrahús og fleira,“ segir í tilkynningu Frost.