Landað verður 101 tonni úr ísfisktogaranum Gullveri NS síðar í dag. Aflinn er mestmegnis ýsa og þorskur en einnig er dálítið af karfa og ufsa að því er segir á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

„Við byrjuðum á að leita að ufsa víða án mikils árangurs. Ýsuna fengum við síðan á Stokksnesgrunni og þorskinn á Verkamannabankanum. Verkamannabankinn er alveg við færeysku miðlínuna,“ er haft eftir Þórhalli Jónssyni skipstjóra á svn.is.

Segir Þórhallur veðurblíðu hafa verið allan túrinn.

„Nú verða veiðarfærin tekin í land og skipið heldur síðan til Færeyja í vélarupptekt. Reiknað er með að upptektinni ljúki undir mánaðamót, en síðan er ráðgert að haldið verði á ný til veiða 12. ágúst. Það er því frí framundan hjá skipshöfninni,” segir Þórhallur á vef Síldarvinnslunnar.

Landað verður 101 tonni úr ísfisktogaranum Gullveri NS síðar í dag. Aflinn er mestmegnis ýsa og þorskur en einnig er dálítið af karfa og ufsa að því er segir á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

„Við byrjuðum á að leita að ufsa víða án mikils árangurs. Ýsuna fengum við síðan á Stokksnesgrunni og þorskinn á Verkamannabankanum. Verkamannabankinn er alveg við færeysku miðlínuna,“ er haft eftir Þórhalli Jónssyni skipstjóra á svn.is.

Segir Þórhallur veðurblíðu hafa verið allan túrinn.

„Nú verða veiðarfærin tekin í land og skipið heldur síðan til Færeyja í vélarupptekt. Reiknað er með að upptektinni ljúki undir mánaðamót, en síðan er ráðgert að haldið verði á ný til veiða 12. ágúst. Það er því frí framundan hjá skipshöfninni,” segir Þórhallur á vef Síldarvinnslunnar.