Varðskipin Óðinn og Þór verða í Vestmannaeyjahöfn á goslokahátíð þegar þess verður minnst að 50 ár eru liðin frá eldgosinu í Heimaey.
Hinn 27. janúar 1960 kom varðskipið Óðinn til heimahafnar í Reykjavík. Skipið var smíðað í Danmörku og kom óðara að góðum notum í þorskastríðinu sem geisaði um þær mundir. Óðinn lét líka til sín taka í átökum áttunda áratugarins og sinnti einnig björgunarstörfum. Varðskipið er núna hluti Sjóminjasafnsins í Reykjavík og um borð má fræðast um sögu þorskastríðanna og björgunarafreka. Hollvinasamtök Óðins hafa haldið skipinu við. Egill Þórðarson loftskeytamaður, einn liðsmanna í Hollvinasamtökum Óðins, segir að einungis tvær leiðir séu til þess að varðveita gömul skip. Önnur er sú að byggja hús yfir skip og hin að halda þeim í rekstri eins og reynt sé að gera með Óðinn.
Óðinn heldur úr Reykjavíkurhöfn kl. 21 á sunnudagskvöld og farþegi í siglingunni til Vestmannaeyja verður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. 16 manns verða í áhöfn og skipstjóri verður Vilbergur Magni Óskarsson. Áætlað er að Óðinn og Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mætist við Heimaklett klukkan 9:40 á mánudagsmorgun þegar Herjólfur verður á leið til Landeyjahafnar. Óðinn mun í framhaldinu leggjast að Básaskersbryggju og verður þar til klukkan 17 þegar hann verður færður að Nausthamarsbryggju. Um það leyti kemur varðskipið Þór til Vestmannaeyja og leggst fyrir aftan Óðinn. Varðskipin halda svo frá Eyjum klukkan 19:30 á þriðjudagskvöld.
Varðskipið Óðinn verður almenningi til sýnin á Nausthamarsbryggju frá klukkan 18-21 á mánudag og frá kl. 10-14 á þriðjudag.
Varðskipin Óðinn og Þór verða í Vestmannaeyjahöfn á goslokahátíð þegar þess verður minnst að 50 ár eru liðin frá eldgosinu í Heimaey.
Hinn 27. janúar 1960 kom varðskipið Óðinn til heimahafnar í Reykjavík. Skipið var smíðað í Danmörku og kom óðara að góðum notum í þorskastríðinu sem geisaði um þær mundir. Óðinn lét líka til sín taka í átökum áttunda áratugarins og sinnti einnig björgunarstörfum. Varðskipið er núna hluti Sjóminjasafnsins í Reykjavík og um borð má fræðast um sögu þorskastríðanna og björgunarafreka. Hollvinasamtök Óðins hafa haldið skipinu við. Egill Þórðarson loftskeytamaður, einn liðsmanna í Hollvinasamtökum Óðins, segir að einungis tvær leiðir séu til þess að varðveita gömul skip. Önnur er sú að byggja hús yfir skip og hin að halda þeim í rekstri eins og reynt sé að gera með Óðinn.
Óðinn heldur úr Reykjavíkurhöfn kl. 21 á sunnudagskvöld og farþegi í siglingunni til Vestmannaeyja verður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. 16 manns verða í áhöfn og skipstjóri verður Vilbergur Magni Óskarsson. Áætlað er að Óðinn og Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mætist við Heimaklett klukkan 9:40 á mánudagsmorgun þegar Herjólfur verður á leið til Landeyjahafnar. Óðinn mun í framhaldinu leggjast að Básaskersbryggju og verður þar til klukkan 17 þegar hann verður færður að Nausthamarsbryggju. Um það leyti kemur varðskipið Þór til Vestmannaeyja og leggst fyrir aftan Óðinn. Varðskipin halda svo frá Eyjum klukkan 19:30 á þriðjudagskvöld.
Varðskipið Óðinn verður almenningi til sýnin á Nausthamarsbryggju frá klukkan 18-21 á mánudag og frá kl. 10-14 á þriðjudag.