Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar, bauð gesti velkomna og sagði meðal annars:

„Allir þeir fjölmörgu sýnendur og gestir sem hér eru koma ekki aðeins vegnar hinnar miklu gestrisni Íslendinga, heldur einnig vegna þess að Ísland er sem fyrr í fararbroddi í þróun tækni fyrir sjávarútveg og vinnslu. Íslendingar horfa til framtíðar til að tryggja til langs tíma sjálfbærni þessa stórkostlegu atvinnugreinar sem þið hlúið að betur en flestir aðrir.“

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar.
Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri sýningarinnar.

Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri matvælaráðuneytisins, setti síðan sýninguna formlega. Hann benti á að loftlagsbreytingar búi til áskoranir í sjávarútvegi sem bæði atvinnugreinin og stjórnvöld verði að taka höndum saman um til að tryggja að Ísland nái markmiðum sínum á sviði loftlagsmála.

Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri matvælaráðuneytisins.
Benedikt Árnason, ráðuneytisstjóri matvælaráðuneytisins.

„Íslenska sjávarútvegssýningin skapar mikilvægt tækifæri til að kynna og fylgjast með nýjustu þróun varðandi orkunýtingu í sjávarútvegi, og hvernig skipahönnuðir og skipasmiðir, sem og framleiðendur búnaðar fyrir veiðiskip, eru að bregðast við nýjum áskorunum. Það eru margar áskoranir í þessum geira og stjórnvöld verða líka að tryggja að hagsmuna íslensk sjávarútvegs sé gætt á alþjóðavísu.”

Um 400 fyrirtæki sýna á Icefish 2022, þar á meðal eru glæsilegir sýningarskálar frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Spáni. Sýningin stendur yfir í dag, 8. júní, fimmtudaginn 9. júní og föstudaginn 10. júní.