Vilhelm Þorsteinsson EA var það uppsjávarskip sem kom með mest af loðnu í land á nýlokinni loðnuvertíð, alls 20.212 tonn í átta löndunum sem þýðir að úr skipinu var landað að meðaltali 2.526 tonnum í hverri löndun.

Litlu munaði á afla þeirra skipa sem skipuðu sér í 2. til 4. sæti yfir aflamestu skipin. Sigurður VE landaði 19.652 tonnum og Norðfjarðarskipin Beitir NK og Börkur NK 19.536 og 19.383 tonnum.

Langmestu magni var landað í Vestmannaeyjum á loðnuvertíð, samtals 81.530 tonnum en 71.230 tonnum í Neskaupstað. Þessar tvær hafnir voru umtalsvert aflahærri en næstu hafnir. Samantekt um þetta má sjá á vefnum www.lodnufrettir.is.