„Ég er hlynntur kvótakerfinu. Það hefur alveg verið vegið harkalega að greininni en það hefur þá kannski verið fólk sem hefur ekki þekkingu á henni, það er yfirleitt þannig,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri sem kveðst hiklaust geta mælt með sjómennskunni.
„Það er ekkert annað í boði þegar maður er hættur að vinna en að reyna að njóta lífsins. Til þess hættir maður,“ segir Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni til áratuga, sem hefur sett punkt aftan við starfsferilinn eftir hálfa öld á sjónum.