Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Neskaupstað er nú í fullum gangi og sækja ellefu nemendur skólann. Það er Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri sem hefur umsjón með skólahaldinu en það fer fram víða um land og sífellt er kennt á fleiri stöðum. Sjávarútvegsskólinn er starfræktur í samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi og vinnuskóla sveitarfélaga en skólinn er í boði fyrir 14 ára ungmenni. Það eru Katrín Axelsdóttir og Guðdís Benný Eiríksdóttir, nemar í sjávarútvegsfræðum, sem hafa umsjón með skólahaldinu á Austfjörðum í sumar.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er rætt við Katrínu.
„Við byrjuðum á Vopnafirði og síðan var haldið á Seyðisfjörð en þar sóttu skólann krakkar úr Múlaþingi. Þá var farið á Fáskrúðsfjörð en auk Fáskrúðsfirðinganna sóttu Reyðfirðingar, Stöðfirðingar og Breiðdælingar skólann þangað. Nú erum við hér í Neskaupstað og næst verður haldið á Eskifjörð. Síðan er kennt annars staðar á landinu og má nefna Akureyri, Sauðárkrók, Ísafjörð, Patreksfjörð, Snæfellsnes, Reykjavík og Vestmannaeyjar. Í ár er verið að kenna í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum og á Snæfellsnesi. Það er gaman að kynnast krökkunum í skólanum en hóparnir eru misjafnlega stórir. Hér í Neskaupstað eru nemendurnir núna 11 talsins. Námið er í formi fyrirlestra og heimsóknir í fyrirtæki skipta miklu máli. Fiskvinnslustöðvar eru skoðaðar og einnig fiskiskip þar sem það er mögulegt. Þá er farið í leiki og fleira gert til að gera skólastarfið líflegt. Áhersla er lögð á að fjalla um veiðar, vinnslu og markaðsmál. Einnig er upplýst um vísindastarfsemi sem tengist sjávarútvegi og sögulega þróun veiða og vinnslu. Það er afar fróðlegt að kynnast starfsemi fyrirtækjanna á hverjum stað og skemmtilegt að vera með þessum hressu krökkum. Það eru býsna margir sem hafa lagt stund á nám í Sjávarútvegsskólanum en í fyrra voru nemendurnir samtals 288 og líklega verða þeir fleiri í ár,“ segir Katrín.
Nemendur í Sjávarútvegsskólanum hafa heimsótt Síldarvinnsluna bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Hafa þeir verið fræddir um starfsemi fyrirtækisins og skoðað bæði vinnslustöðvar og skip.
Sjávarútvegsskólinn var stofnaður af Síldarvinnslunni í Neskaupstað árið 2013 og bar þá nafnið Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar. Starfsemin breiddist fljótt út og þá breyttist um leið nafn skólans. Um tíma hét hann Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar og síðan Sjávarútvegsskóli Austurlands. Á árinu 2016 hóf Háskólinn á Akureyri að annast skólahaldið og þá var hann nefndur Sjávarútvegsskóli unga fólksins. Til stendur að bjóða einnig upp á fiskeldisskóla og sjávarlíftækniskóla fyrir ungmenni á komandi tímum.
Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Neskaupstað er nú í fullum gangi og sækja ellefu nemendur skólann. Það er Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri sem hefur umsjón með skólahaldinu en það fer fram víða um land og sífellt er kennt á fleiri stöðum. Sjávarútvegsskólinn er starfræktur í samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi og vinnuskóla sveitarfélaga en skólinn er í boði fyrir 14 ára ungmenni. Það eru Katrín Axelsdóttir og Guðdís Benný Eiríksdóttir, nemar í sjávarútvegsfræðum, sem hafa umsjón með skólahaldinu á Austfjörðum í sumar.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er rætt við Katrínu.
„Við byrjuðum á Vopnafirði og síðan var haldið á Seyðisfjörð en þar sóttu skólann krakkar úr Múlaþingi. Þá var farið á Fáskrúðsfjörð en auk Fáskrúðsfirðinganna sóttu Reyðfirðingar, Stöðfirðingar og Breiðdælingar skólann þangað. Nú erum við hér í Neskaupstað og næst verður haldið á Eskifjörð. Síðan er kennt annars staðar á landinu og má nefna Akureyri, Sauðárkrók, Ísafjörð, Patreksfjörð, Snæfellsnes, Reykjavík og Vestmannaeyjar. Í ár er verið að kenna í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum og á Snæfellsnesi. Það er gaman að kynnast krökkunum í skólanum en hóparnir eru misjafnlega stórir. Hér í Neskaupstað eru nemendurnir núna 11 talsins. Námið er í formi fyrirlestra og heimsóknir í fyrirtæki skipta miklu máli. Fiskvinnslustöðvar eru skoðaðar og einnig fiskiskip þar sem það er mögulegt. Þá er farið í leiki og fleira gert til að gera skólastarfið líflegt. Áhersla er lögð á að fjalla um veiðar, vinnslu og markaðsmál. Einnig er upplýst um vísindastarfsemi sem tengist sjávarútvegi og sögulega þróun veiða og vinnslu. Það er afar fróðlegt að kynnast starfsemi fyrirtækjanna á hverjum stað og skemmtilegt að vera með þessum hressu krökkum. Það eru býsna margir sem hafa lagt stund á nám í Sjávarútvegsskólanum en í fyrra voru nemendurnir samtals 288 og líklega verða þeir fleiri í ár,“ segir Katrín.
Nemendur í Sjávarútvegsskólanum hafa heimsótt Síldarvinnsluna bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Hafa þeir verið fræddir um starfsemi fyrirtækisins og skoðað bæði vinnslustöðvar og skip.
Sjávarútvegsskólinn var stofnaður af Síldarvinnslunni í Neskaupstað árið 2013 og bar þá nafnið Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar. Starfsemin breiddist fljótt út og þá breyttist um leið nafn skólans. Um tíma hét hann Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar og síðan Sjávarútvegsskóli Austurlands. Á árinu 2016 hóf Háskólinn á Akureyri að annast skólahaldið og þá var hann nefndur Sjávarútvegsskóli unga fólksins. Til stendur að bjóða einnig upp á fiskeldisskóla og sjávarlíftækniskóla fyrir ungmenni á komandi tímum.