Brim er kvótahæsta útgerðin í þorskígildstonnum á nýju fiskveiðiári. Alls fær Brim úthlutað tæpum 33 þúsund tonnum sem er 10,26% af úthlutuðum aflaheimildum. Þar næst kemur Samherji Ísland ehf. með 21.772 þorskígildisstonn, eða 6,78% af heildarkvóta og FISK Seafood rúm 20 þúsund tonn, 6,24% af heildarkvóta. Hvað varðar tegundir er Brim kvótahæst í ufsa, 11.200 þorskígildistonn, ýsu, 3.965 tonn, karfa/gullkarfa, 5.347 tonn og önnur kvótahæsta útgerðin í þorski, 11.884 tonn, og grálúðu, 1.648 tonn.

Heildarsamantekt um úthlutanir aflaheimilda eftir útgerðum, skipaflokkum, tegundum o.fl. er að finna í nýútkomnu Kvótablaði Fiskifrétta.