„Það er ljóst að þetta verður gífurlegt magn af fiskeldisseyru sem verður aðgengilegt á næstu árum og næsta áratug hérlendis og við þurfum að sjá fyrir endann á því hvað verður hægt að gera við þetta allt saman,“ segir Hildur Inga Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís. Mikil tækifæri liggi í notkun á seyrunni og það eigi sérstaklega við um fosfórinn úr henni.
Bjarni Pétursson, sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins á Akureyri, segir verkefnastöðuna í skipaviðgerðum mjög góða. Menn séu tímanlega í því svo hægt sé að skipuleggja vinnuna sem best. Undanfarið hefur meðal annars verið unnið að ýmsu við frystitogarann Cuxhaven.