Eitt af ævintýrunum í kringum fullvinnslu á afurðum hafsins er fyrirtækið Genís á Siglufirði sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson stofnaði árið 2005. Frá upphafi hefur fyrirtækið varið um fimm milljörðum í rannsókna- og þróunarvinnu til framleiðslu á vörum sem unnar eru úr kítósan sem unnið er úr rækjuskel. En Róbert er sannarlega með fleiri járn í eldinum.
Árið 2016 kom fyrsta vara Genís á markað, Benecta, sem styður við náttúrulega ferla líkamans, og er flokkað sem náttúrulegt fæðubótarefni. Árið 2021 kom á markað fæðubótarefni fyrir hunda sem kallast Agil Senior og er á markaði í Þýskalandi. Nú standa yfir prófanir á lyfi sem dregur úr liðbólgum og liðverkjum krabbameinssjúklinga og vöru sem örvar vöxt beinfruma.
Í aðrar áttir í takt við samtímann
„Genís hófst sem hugmynd og sproti og hefur þróast í aðra átt í takt við samtímann og vísindin. Við erum að gera allt aðra hluti núna en við byrjuðum á sem var fæðubótarefnið Benecta. Stóra verkefnið hjá okkur í dag er að þróa vöru úr lífvirka efninu úr rækjuskelinni sem hefur örvandi áhrif á vöxt beinfruma. Við erum að þróa þrjár nýjar vörur í dag. Ein þeirra er efni sem borið er í brot á beinum og flýtir fyrir að það grói saman og önnur er húðun á ígræðsluhlutum, „implöntum“, eins og skrúfum og gervilimum, sem kemur í veg fyrir bakteríumyndun og hjálpar beini að samlagast ígræðsluhlutanum.“ Með því að húða ígræðsluhluti, sem notaðir eru t.a.m. við hnjá- og mjaðmaliðaskipti, er hægt að halda aftur af örveruvexti. Þetta auki til muna endingartíma ígræðslunnar. Grunnurinn að þessu öllu er ávallt hinn sami, kítín úr rækjuskel. Um þetta og áform félagsins Kleifa um fiskeldi í Fjallabyggð má lesa í ítarlegu viðtali við Róbert sem birtist í tímariti Fiskifrétta.
Eitt af ævintýrunum í kringum fullvinnslu á afurðum hafsins er fyrirtækið Genís á Siglufirði sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson stofnaði árið 2005. Frá upphafi hefur fyrirtækið varið um fimm milljörðum í rannsókna- og þróunarvinnu til framleiðslu á vörum sem unnar eru úr kítósan sem unnið er úr rækjuskel. En Róbert er sannarlega með fleiri járn í eldinum.
Árið 2016 kom fyrsta vara Genís á markað, Benecta, sem styður við náttúrulega ferla líkamans, og er flokkað sem náttúrulegt fæðubótarefni. Árið 2021 kom á markað fæðubótarefni fyrir hunda sem kallast Agil Senior og er á markaði í Þýskalandi. Nú standa yfir prófanir á lyfi sem dregur úr liðbólgum og liðverkjum krabbameinssjúklinga og vöru sem örvar vöxt beinfruma.
Í aðrar áttir í takt við samtímann
„Genís hófst sem hugmynd og sproti og hefur þróast í aðra átt í takt við samtímann og vísindin. Við erum að gera allt aðra hluti núna en við byrjuðum á sem var fæðubótarefnið Benecta. Stóra verkefnið hjá okkur í dag er að þróa vöru úr lífvirka efninu úr rækjuskelinni sem hefur örvandi áhrif á vöxt beinfruma. Við erum að þróa þrjár nýjar vörur í dag. Ein þeirra er efni sem borið er í brot á beinum og flýtir fyrir að það grói saman og önnur er húðun á ígræðsluhlutum, „implöntum“, eins og skrúfum og gervilimum, sem kemur í veg fyrir bakteríumyndun og hjálpar beini að samlagast ígræðsluhlutanum.“ Með því að húða ígræðsluhluti, sem notaðir eru t.a.m. við hnjá- og mjaðmaliðaskipti, er hægt að halda aftur af örveruvexti. Þetta auki til muna endingartíma ígræðslunnar. Grunnurinn að þessu öllu er ávallt hinn sami, kítín úr rækjuskel. Um þetta og áform félagsins Kleifa um fiskeldi í Fjallabyggð má lesa í ítarlegu viðtali við Róbert sem birtist í tímariti Fiskifrétta.