Fyrr á árinu undirritaði Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. samning við skipasmíðastöðina Astilleros Armon í Vigo á Spáni um nýsmíði á frystitogara sem mun leysa hinn 35 ára gamla Júlíus Geirmundsson af hólmi. Nýlega var svo undirritaður samningur við skipasmíðastöðina á Spáni um framleiðslu og uppsetningu vinnslukerfis frá Slippnum DNG. Um er að ræða vinnslubúnað fyrir millidekk frystitogarans.
Samningurinn nær til búnaðar við móttöku afla, hausun, forflokkun í kælingu, flökun, snyrtingu og vigtun. Þar að auki fær vinnsla aukaafurða mun meira vægi en verið hefur og verða í kerfinu nýjungar í vinnslu þeirra.
Spennandi verkefni
Magnús Blöndal, sviðsstjóri hjá Slippnum DNG, segir verkefnið afar spennandi og að mikil viðurkenning felist í að Hraðfrystihúsið-Gunnvör hafi valið Slippinn DNG fyrir hönnun og framleiðslu vinnslukerfis í skipið. Um verði að ræða eitt fullkomnasta fiskiskip í norðurhöfum.
„Hönnun vinnslukerfisins er unnin í góðu samstarfi við HG og þar er lögð mikil áhersla á sveigjanleika til að vinna með mismunandi fisktegundir og marga afurðaflokka innan sömu tegundar og við erum fullvissir um að þetta verði mjög öflug vinnsla sem skili afurðum í sérflokki,“ segir Magnús.
Forflokkun fyrir flakavinnslu
Vinnslukerfið er þannig hannað að gert er ráð fyrir að allur afli sé hausaður strax til að auka gæði og þá tekur við sérstakur hráefnisflokkari frá Slippinn DNG sem forflokkar allan aflann fyrir flökun, snyrtingu og pökkun. Þessi búnaður gerir að verkum að auðveldlega má vinna marga afurðaflokka úr hverri tegund og fiskurinn verður mun einsleitari í snyrtingu og pökkun sem léttir einnig á frystihóteli en þangað fer fiskurinn áður en hann fer á brettum í frystilest.
„Öll hönnun miðast við að ná fram sem allra bestum afurðagæðum og hámarka afköst í vinnslunni um borð samhliða því,“ segir Magnús.
Í samningi Astilleros Armon skipasmíðastöðvarinnar og Hraðfrystihússins-Gunnvarar er gert ráð fyrir að smíði skipsins ljúki seinni hluta 2026.
Fyrr á árinu undirritaði Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. samning við skipasmíðastöðina Astilleros Armon í Vigo á Spáni um nýsmíði á frystitogara sem mun leysa hinn 35 ára gamla Júlíus Geirmundsson af hólmi. Nýlega var svo undirritaður samningur við skipasmíðastöðina á Spáni um framleiðslu og uppsetningu vinnslukerfis frá Slippnum DNG. Um er að ræða vinnslubúnað fyrir millidekk frystitogarans.
Samningurinn nær til búnaðar við móttöku afla, hausun, forflokkun í kælingu, flökun, snyrtingu og vigtun. Þar að auki fær vinnsla aukaafurða mun meira vægi en verið hefur og verða í kerfinu nýjungar í vinnslu þeirra.
Spennandi verkefni
Magnús Blöndal, sviðsstjóri hjá Slippnum DNG, segir verkefnið afar spennandi og að mikil viðurkenning felist í að Hraðfrystihúsið-Gunnvör hafi valið Slippinn DNG fyrir hönnun og framleiðslu vinnslukerfis í skipið. Um verði að ræða eitt fullkomnasta fiskiskip í norðurhöfum.
„Hönnun vinnslukerfisins er unnin í góðu samstarfi við HG og þar er lögð mikil áhersla á sveigjanleika til að vinna með mismunandi fisktegundir og marga afurðaflokka innan sömu tegundar og við erum fullvissir um að þetta verði mjög öflug vinnsla sem skili afurðum í sérflokki,“ segir Magnús.
Forflokkun fyrir flakavinnslu
Vinnslukerfið er þannig hannað að gert er ráð fyrir að allur afli sé hausaður strax til að auka gæði og þá tekur við sérstakur hráefnisflokkari frá Slippinn DNG sem forflokkar allan aflann fyrir flökun, snyrtingu og pökkun. Þessi búnaður gerir að verkum að auðveldlega má vinna marga afurðaflokka úr hverri tegund og fiskurinn verður mun einsleitari í snyrtingu og pökkun sem léttir einnig á frystihóteli en þangað fer fiskurinn áður en hann fer á brettum í frystilest.
„Öll hönnun miðast við að ná fram sem allra bestum afurðagæðum og hámarka afköst í vinnslunni um borð samhliða því,“ segir Magnús.
Í samningi Astilleros Armon skipasmíðastöðvarinnar og Hraðfrystihússins-Gunnvarar er gert ráð fyrir að smíði skipsins ljúki seinni hluta 2026.