Ludvig Ahm Krag, prófessor í nýsköpun veiðarfæra við Danmarks Tekniske Universitet (DTU), heldur fyrirlestur um nýjustu tækni og notkun gervigreindar við fiskveiðar. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við þátttöku Hampiðjunnar á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem hefst í dag. Krag kynnir nýjungar sem hafa verið þróaðar hjá DTU og samstarfsaðilum til að greina samsetningu afla sem veiðist í trollið. Kerfið notar rauntímamyndavélar, tækni til að bæla niður set svo myndin sé skýr og myndgreiningu sem nýtir gervigreind (AI) til að greina tegundir og stærð fiska.
Á sýningunni kynnir Hampiðjan nýja höfuðlínukapalsvindu sem sérhönnuð er fyrir DynIce Optical Data ljósleiðarakapalinn sem einmitt nýtist þegar flytja þarf mikið gagnamagn frá tækjum í sjó og upp í brú t.d. í verkefnum eins og því sem Dr. Krag kynnir.
Fyrirlesturinn fer fram á bás Hampiðjunnar, nr. D50, í Fífunni, dagana 18. og 19. september kl. 14:00.
Ludvig Ahm Krag, prófessor í nýsköpun veiðarfæra við Danmarks Tekniske Universitet (DTU), heldur fyrirlestur um nýjustu tækni og notkun gervigreindar við fiskveiðar. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við þátttöku Hampiðjunnar á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem hefst í dag. Krag kynnir nýjungar sem hafa verið þróaðar hjá DTU og samstarfsaðilum til að greina samsetningu afla sem veiðist í trollið. Kerfið notar rauntímamyndavélar, tækni til að bæla niður set svo myndin sé skýr og myndgreiningu sem nýtir gervigreind (AI) til að greina tegundir og stærð fiska.
Á sýningunni kynnir Hampiðjan nýja höfuðlínukapalsvindu sem sérhönnuð er fyrir DynIce Optical Data ljósleiðarakapalinn sem einmitt nýtist þegar flytja þarf mikið gagnamagn frá tækjum í sjó og upp í brú t.d. í verkefnum eins og því sem Dr. Krag kynnir.
Fyrirlesturinn fer fram á bás Hampiðjunnar, nr. D50, í Fífunni, dagana 18. og 19. september kl. 14:00.