Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish 2024, hófst í dag í Fífunni í Kópavogi. Meðal fyrirtækja sem þar kynna nýjungar er Kaldara Group ehf. sem hefur hafið framleiðslu á margnota kössum til útflutnings á ferskum laxi og flökum til Evrópu. Kassarnir byggja á einkaleyfisvarðri framleiðsluaðferð úr frauðplasti og er sala á þeim nú þegar hafin til viðskiptavina á Indlandi og Afríku.
Að baki Kaldara Group stendur Guðmundur Þór Þormóðsson, sem stofnaði Sæplast á sínum tíma, auk Inga Guðjónssonar og Tómasar Ottó Hanssonar.
Evrópusambandið og flest lönd í heiminum stefna að því að draga úr notkun einnota umbúða og í Evrópu er stefnt að því að minnst 30% umbúða verði margnota 2030 og 70% fyrir árið 2040.
Vilja viðbrögð á sýningunni
Margnota kassarnir frá Kaldara Group byggja á framleiðsluferli sem þenur frauðið allt að 5 sinnum meira en í hefðbundnu PE frauði. Þeir eru gerðir úr PE plasti og PE frauði sem er þanið mun meira en þekkst hefur áður.
Ferskur fiskur sem fluttur er út í gámum til Evrópu er mest allur í einnota frauðplastkössum og allur lax sem fer frá landinu er í einnota frauðplastkössum.
„Við erum að koma inn á markaðinn með einangrandi kassa sem er margnota og endurvinnanlegur. Á sýningunni núna viljum við hitta útflytjendur og fá viðbrögð þeirra. Við getum framleitt kassa sem endist eins og fiskikar, eða í tíu ár. Með svo löngum endingartíma verður hann vissulega þyngri og dýrari. En við getum látið hann endast í tvö ár eða þrjú ár og er hann þá léttari og ódýrari. Það er svona endurgjöf frá notendunum sem við vonumst eftir hér á sýningunni,“ segir Guðmundur Þór.
Kassarnir eru sömu stærðar og lögunar og þeir frauðplastkassar sem nú eru notaðir í útflutningi á ferskum fisk og laxi þannig að tæknibúnaður á framleiðslustöðum, eins og róbotar, geti meðhöndlað þá. Varðandi flutning á tómum kössum aftur til landsins bendir Guðmundur á að 30% af heildar gámafjölda, sem notaðir eru við útflutning á ferskum fiski á erlenda markaði, koma tómir til baka til Íslands. Til stendur að þeir verði nýttir til að flytja tómu margnota kassana frá Kaldara Group aftur til landsins.
Verið að flytja út umhverfisvandamál
Á hverju ári eru margar milljónir frauðplastkassa notaðar í ferskfisk- og laxaútflutning hér á landi. Eftir notkun eru þeir kurlaðir niður en því miður of mikið magn urðað. Það sem verra er að hlutar einnota frauðkassa berast út í náttúruna og menga höf og vötn. Guðmundur Þór segir að með notkun þeirra sé verið að flytja út umhverfisvandamál.
Nýju kassarnir eru vissulega dýrari lausn en hefðbundnir frauðplastkassar en Guðmundur Þór segir að það hafi verið reiknað út að sú fjárfesting skili sér að fullu eftir að margnota kassinn hefur verið notaður sjö sinnum. Með nýju kössunum stígi fyrirtækin skref inn í umhverfisvænni framtíð og nái umbúðakostnaði niður.
Kaldara Group hefur hafið framleiðslu á kössunum á Indlandi og Kenía þar sem gæðarýrnun á sjávarafurðum (e. Post Harvest Losses) er um 30%. Þar borgar nýi kassinn sig upp á skömmum tíma þegar verðmætaaukning afurðanna er reiknuð inn í dæmið.
„Við ætlum að stíga það skref að setja upp framleiðslu hér á landi og ætlum að fara þá leið að hafa verksmiðjurnar frekar fleiri en færri. Vélarnar verða þannig hannaðar að þær passi inn í gám. Með þessu móti gætu gámaverksmiðjurnar verið nærri þeim stöðum þar sem framleiðsla á ferskum fisk og laxi fer fram.“
Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish 2024, hófst í dag í Fífunni í Kópavogi. Meðal fyrirtækja sem þar kynna nýjungar er Kaldara Group ehf. sem hefur hafið framleiðslu á margnota kössum til útflutnings á ferskum laxi og flökum til Evrópu. Kassarnir byggja á einkaleyfisvarðri framleiðsluaðferð úr frauðplasti og er sala á þeim nú þegar hafin til viðskiptavina á Indlandi og Afríku.
Að baki Kaldara Group stendur Guðmundur Þór Þormóðsson, sem stofnaði Sæplast á sínum tíma, auk Inga Guðjónssonar og Tómasar Ottó Hanssonar.
Evrópusambandið og flest lönd í heiminum stefna að því að draga úr notkun einnota umbúða og í Evrópu er stefnt að því að minnst 30% umbúða verði margnota 2030 og 70% fyrir árið 2040.
Vilja viðbrögð á sýningunni
Margnota kassarnir frá Kaldara Group byggja á framleiðsluferli sem þenur frauðið allt að 5 sinnum meira en í hefðbundnu PE frauði. Þeir eru gerðir úr PE plasti og PE frauði sem er þanið mun meira en þekkst hefur áður.
Ferskur fiskur sem fluttur er út í gámum til Evrópu er mest allur í einnota frauðplastkössum og allur lax sem fer frá landinu er í einnota frauðplastkössum.
„Við erum að koma inn á markaðinn með einangrandi kassa sem er margnota og endurvinnanlegur. Á sýningunni núna viljum við hitta útflytjendur og fá viðbrögð þeirra. Við getum framleitt kassa sem endist eins og fiskikar, eða í tíu ár. Með svo löngum endingartíma verður hann vissulega þyngri og dýrari. En við getum látið hann endast í tvö ár eða þrjú ár og er hann þá léttari og ódýrari. Það er svona endurgjöf frá notendunum sem við vonumst eftir hér á sýningunni,“ segir Guðmundur Þór.
Kassarnir eru sömu stærðar og lögunar og þeir frauðplastkassar sem nú eru notaðir í útflutningi á ferskum fisk og laxi þannig að tæknibúnaður á framleiðslustöðum, eins og róbotar, geti meðhöndlað þá. Varðandi flutning á tómum kössum aftur til landsins bendir Guðmundur á að 30% af heildar gámafjölda, sem notaðir eru við útflutning á ferskum fiski á erlenda markaði, koma tómir til baka til Íslands. Til stendur að þeir verði nýttir til að flytja tómu margnota kassana frá Kaldara Group aftur til landsins.
Verið að flytja út umhverfisvandamál
Á hverju ári eru margar milljónir frauðplastkassa notaðar í ferskfisk- og laxaútflutning hér á landi. Eftir notkun eru þeir kurlaðir niður en því miður of mikið magn urðað. Það sem verra er að hlutar einnota frauðkassa berast út í náttúruna og menga höf og vötn. Guðmundur Þór segir að með notkun þeirra sé verið að flytja út umhverfisvandamál.
Nýju kassarnir eru vissulega dýrari lausn en hefðbundnir frauðplastkassar en Guðmundur Þór segir að það hafi verið reiknað út að sú fjárfesting skili sér að fullu eftir að margnota kassinn hefur verið notaður sjö sinnum. Með nýju kössunum stígi fyrirtækin skref inn í umhverfisvænni framtíð og nái umbúðakostnaði niður.
Kaldara Group hefur hafið framleiðslu á kössunum á Indlandi og Kenía þar sem gæðarýrnun á sjávarafurðum (e. Post Harvest Losses) er um 30%. Þar borgar nýi kassinn sig upp á skömmum tíma þegar verðmætaaukning afurðanna er reiknuð inn í dæmið.
„Við ætlum að stíga það skref að setja upp framleiðslu hér á landi og ætlum að fara þá leið að hafa verksmiðjurnar frekar fleiri en færri. Vélarnar verða þannig hannaðar að þær passi inn í gám. Með þessu móti gætu gámaverksmiðjurnar verið nærri þeim stöðum þar sem framleiðsla á ferskum fisk og laxi fer fram.“