Góður gangur er í rækjuvinnslu hjá Kampa ehf. á Ísafirði og útlit fyrir að hagnaður verði á starfseminni á síðasta ári eins og varð árið 2021. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa, segir að fyrirtækið gæti unnið allan útgefinn rækjukvóta við Ísland en starfandi rækjuvinnslur í landinu eru fimm. Uppistaðan í vinnslu Kampa er innflutt kaldsjávarrækja frá Noregi.

Gengur hratt á kvótann

Kampi hefur keypt íslenska innfjarðarrækju þegar veiðar á henni hafa verið heimilaðar. Á þessu fiskveiðiári er heimilt að veiða 523 tonn í Ísafjarðardjúpi en engar rækjuveiðar voru leyfðar þar á síðasta ári. Þá eru leyfðar veiðar á 242 tonnum í Arnarfirði en voru 149 tonn á síðasta fiskveiðiári. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa, segir að hratt gangi á kvótann. Fyrirtækið er í viðskiptum við þrjá rækjubáta, þ.e. Halldór Sigurðsson ÍS, Val ÍS og Ásdísi ÍS og það sem af er janúar höfðu þeir landað nálægt 100 tonnum hjá Kampa. Öll veiddist hún í Ísafjarðardjúpi. Albert vonast til þess að Vestri BA bætist í hópinn með vorinu.

Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa. Mynd/GB
Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa. Mynd/GB
© Guðsteinn Bjarnason ([email protected])

Kampi hefur einnig pillað innflutta kaldsjávarrækju í verktöku og hefur tekist að halda uppi fullri vinnslu með því móti það sem af er ári. Hann sér ekki að breytingar verði á því næstu mánuði. Í janúar hefur Kampi pillað 590 tonn af hráefni, þar af eru nálægt 490 tonn innflutt. Hráefnisþörf rækjuverksmiðjunnar yfir vikuna er um 150 tonn svo hægt sé að halda uppi fullri vinnslu.

Gætu einir unnið allan kvótann

„Þegar allur útgefinn rækjukvóti við Ísland er tekinn saman er kvótinn um 7.000 tonn. Fengi Kampi allan þennan kvóta dygði það tæplega til þess að halda uppi vinnslu allt árið.“

Rækjuverð hefur ekki hækkað í takt við fiskverð almennt. Albert kveðst oft hafa velt því fyrir sér hver ástæðan væri fyrir því að rækjuprótein væri svo miklu ódýrara en fiskprótein. Líklegasta skýringin sé hve markaðurinn sé takmarkaður. Kampi reiðir sig talsvert á breska markaðinn sem ráði að miklu leyti verðinu. Kampi ehf er með vinnslusamþykki fyrir alla helstu rækjukaupendur í Evrópu og Bandaríkjunum, þar á meðal kröfuharðasta kaupandann sem er Marks&Spencer.

Góður gangur er í rækjuvinnslu hjá Kampa ehf. á Ísafirði og útlit fyrir að hagnaður verði á starfseminni á síðasta ári eins og varð árið 2021. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa, segir að fyrirtækið gæti unnið allan útgefinn rækjukvóta við Ísland en starfandi rækjuvinnslur í landinu eru fimm. Uppistaðan í vinnslu Kampa er innflutt kaldsjávarrækja frá Noregi.

Gengur hratt á kvótann

Kampi hefur keypt íslenska innfjarðarrækju þegar veiðar á henni hafa verið heimilaðar. Á þessu fiskveiðiári er heimilt að veiða 523 tonn í Ísafjarðardjúpi en engar rækjuveiðar voru leyfðar þar á síðasta ári. Þá eru leyfðar veiðar á 242 tonnum í Arnarfirði en voru 149 tonn á síðasta fiskveiðiári. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa, segir að hratt gangi á kvótann. Fyrirtækið er í viðskiptum við þrjá rækjubáta, þ.e. Halldór Sigurðsson ÍS, Val ÍS og Ásdísi ÍS og það sem af er janúar höfðu þeir landað nálægt 100 tonnum hjá Kampa. Öll veiddist hún í Ísafjarðardjúpi. Albert vonast til þess að Vestri BA bætist í hópinn með vorinu.

Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa. Mynd/GB
Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa. Mynd/GB
© Guðsteinn Bjarnason ([email protected])

Kampi hefur einnig pillað innflutta kaldsjávarrækju í verktöku og hefur tekist að halda uppi fullri vinnslu með því móti það sem af er ári. Hann sér ekki að breytingar verði á því næstu mánuði. Í janúar hefur Kampi pillað 590 tonn af hráefni, þar af eru nálægt 490 tonn innflutt. Hráefnisþörf rækjuverksmiðjunnar yfir vikuna er um 150 tonn svo hægt sé að halda uppi fullri vinnslu.

Gætu einir unnið allan kvótann

„Þegar allur útgefinn rækjukvóti við Ísland er tekinn saman er kvótinn um 7.000 tonn. Fengi Kampi allan þennan kvóta dygði það tæplega til þess að halda uppi vinnslu allt árið.“

Rækjuverð hefur ekki hækkað í takt við fiskverð almennt. Albert kveðst oft hafa velt því fyrir sér hver ástæðan væri fyrir því að rækjuprótein væri svo miklu ódýrara en fiskprótein. Líklegasta skýringin sé hve markaðurinn sé takmarkaður. Kampi reiðir sig talsvert á breska markaðinn sem ráði að miklu leyti verðinu. Kampi ehf er með vinnslusamþykki fyrir alla helstu rækjukaupendur í Evrópu og Bandaríkjunum, þar á meðal kröfuharðasta kaupandann sem er Marks&Spencer.