Stofnanir matvælaráðuneytisins; Fiskistofa, Hafrannsóknastofnun, Matís og Matvælastofnun hafa staðið að sameiginlegum sýningarbás á sjávarútvegssýningunni sem er haldin í Fífunni í Kópavogi, dagana 18.-20. september.
Ákveðið var að koma á samvinnu á milli stofnananna til að veita mætti aðgang að fulltrúum stjórnsýslunnar og miðla þannig upplýsingum um þá málaflokka tengdum sjávarútvegi sem undir stofnanirnar heyra.
Aðsókn á básinn hefur verið góð og fjölbreyttur hópur gesta mætti þangað með ólíkar fyrirspurnir. Að hittast á básnum gaf færi á að viðra ólík sjónarmið og vandamál bæði hagaðila og stjórnnsýslu. Gagnlegt þótti að gefinn var út bæklingur sem útskýrir í hnitmiðuðu máli hvaða hlutverki hver einstök stofnun gegnir.
Stofnanir matvælaráðuneytisins; Fiskistofa, Hafrannsóknastofnun, Matís og Matvælastofnun hafa staðið að sameiginlegum sýningarbás á sjávarútvegssýningunni sem er haldin í Fífunni í Kópavogi, dagana 18.-20. september.
Ákveðið var að koma á samvinnu á milli stofnananna til að veita mætti aðgang að fulltrúum stjórnsýslunnar og miðla þannig upplýsingum um þá málaflokka tengdum sjávarútvegi sem undir stofnanirnar heyra.
Aðsókn á básinn hefur verið góð og fjölbreyttur hópur gesta mætti þangað með ólíkar fyrirspurnir. Að hittast á básnum gaf færi á að viðra ólík sjónarmið og vandamál bæði hagaðila og stjórnnsýslu. Gagnlegt þótti að gefinn var út bæklingur sem útskýrir í hnitmiðuðu máli hvaða hlutverki hver einstök stofnun gegnir.