Í morgun héldu Síldarvinnsluskipin Barði NK, Beitir NK og Börkur NK úr höfn í Neskaupstað og héldu til kolmunnaveiða. Frá þessu er sagt á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

„Jú, mönnum list bara vel á. Veiði var að hefjast á gráa svæðinu syðst í færeysku lögsögunni og færeysk og íslensk skip fengu þar góðan afla í gær. Nú er bara að vona að veður haldist gott og þá ætti að fiskast vel þarna. Við hófum veiðar á þessum slóðum sjöunda eða áttunda apríl í fyrra og það fiskaðist strax vel,” er haft eftir Hálfdani Hálfdanarsyni, skipstjóra á Berki, ásvn.is.

Þá segir að fiskimjölsverksmiðjurnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði séu tilbúnar að taka á móti afla til vinnslu. Síldarvinnslan eigi eftir að veiða um 61 þúsund tonn af kolmunna þannig að það verkefni framundan séu næg.