Slippurinn DNG og norska fyrirtækið Brunvoll kynna nýjan samstarfssamning fyrirtækjanna á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi. Með tilkomu hans er Slippurinn DNG nýr umboðsaðili Brunvoll á Íslandi og annast sölu framleiðsluvara Brunvoll, sölu varahluta og viðhaldsþjónustu fyrir notendur búnaðar norska framleiðandans.
Heimsþekktur framleiðandi á skrúfum, gír- og stjórnbúnaði
Brunvoll er meðal þekktustu framleiðanda í sjávarútvegi í heiminum. Fyrirtækið var stofnað árið 1912 og er enn þann dag í dag í eigu sömu fjölskyldu, 112 árum síðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á skrúfum, gír- og stjórnbúnaði fyrir skip og hafa margar íslenskar útgerðir valið Brunvoll búnað í sín skip í gegnum tíðina.
Fulltrúar Brunvoll fylgja eftir kynningu samstarfsins við Slippinn DNG á bás þess síðarnefnda á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem nú stendur yfir í Kópavogi. Stig Helland, sölustjóri Brunvoll, segir fyrirtækið framleiða skrúfur, gír- og stjórnbúnað fyrir allt skipasviðið, hvort heldur eru tankskip, fiskiskip eða skemmtiferðaskip, svo nokkur dæmi séu nefnd.
„Okkar framleiðsla tekur því til allra sviða og í gegnum tíðina höfum við sem dæmi átt gott samstarf við viðskiptavini í íslenskum sjávarútvegi. Íslenski markaðurinn skiptir okkur því miklu máli,“ segir Stig.
Hann segir Brunvoll sjá mikil tækifæri í því að velja Slippinn DNG sem nýjan umboðs- og samstarfsaðila á Íslandi.
„Bæði erum við að horfa til sölu búnaðar og varahluta en ekki síst sjáum við mikinn styrk Slippsins DNG í þjónustu við notendur okkar búnaðar og það er mjög mikilvægur þáttur fyrir okkur. Við kynntum samstarfssamning okkar við Slippinn DNG fyrst á sjávarútvegssýningunni í Barcelona á Spáni í apríl og fengum strax mjög sterk og jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum. Slippurinn DNG er þekkt sem reynslumikið fyrirtæki í skipaþjónustu og býr yfir þekkingu á öllum þáttum hennar. Hjá Brunvoll er því mikil ánægja með þetta samstarf sem bæði nýtist notendum okkar búnaðar á Íslandi en sömuleiðis er staðsetningin á Akureyri mjög góð gagnvart þjónustu við útgerðir frá löndunum hér á norðurslóðum og þar á meðal norskar útgerðir sem nota okkar búnað,“ segir Stig Helland.
Stór áfangi fyrir Slippinn DNG
Bjarni Pétursson, sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins DNG, segir samstarfið við Brunvoll mjög stórt skref fyrir fyrirtækið.
„Brunvoll er mjög stór og heimsþekktur framleiðandi með mikla þekkingu í skrúfum, gír- og stjórnbúnaði og það eflir okkur enn frekar í skipaþjónustunni. Þekkingarsvið okkar starfsmanna víkkar enn frekar út með tilkomu þessa samstarfs og við höfum til að mynda nú þegar verið með starfsmenn á námskeiðum hjá Brunvoll í Noregi. Brunvoll er líka fyrirtæki með miklar tengingar út um allan heim í sjávarútvegi og þannig má segja að tengslanet okkar stækki verulega með samstarfinu. Ég held þess vegna að þetta sé mikill ávinningur fyrir okkar viðskiptavini hérlendis og erlendis og mikilvægt skref í framþróun fyrir skipaþjónustu Slippsins DNG,“ segir Bjarni.
Slippurinn DNG og norska fyrirtækið Brunvoll kynna nýjan samstarfssamning fyrirtækjanna á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi. Með tilkomu hans er Slippurinn DNG nýr umboðsaðili Brunvoll á Íslandi og annast sölu framleiðsluvara Brunvoll, sölu varahluta og viðhaldsþjónustu fyrir notendur búnaðar norska framleiðandans.
Heimsþekktur framleiðandi á skrúfum, gír- og stjórnbúnaði
Brunvoll er meðal þekktustu framleiðanda í sjávarútvegi í heiminum. Fyrirtækið var stofnað árið 1912 og er enn þann dag í dag í eigu sömu fjölskyldu, 112 árum síðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á skrúfum, gír- og stjórnbúnaði fyrir skip og hafa margar íslenskar útgerðir valið Brunvoll búnað í sín skip í gegnum tíðina.
Fulltrúar Brunvoll fylgja eftir kynningu samstarfsins við Slippinn DNG á bás þess síðarnefnda á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem nú stendur yfir í Kópavogi. Stig Helland, sölustjóri Brunvoll, segir fyrirtækið framleiða skrúfur, gír- og stjórnbúnað fyrir allt skipasviðið, hvort heldur eru tankskip, fiskiskip eða skemmtiferðaskip, svo nokkur dæmi séu nefnd.
„Okkar framleiðsla tekur því til allra sviða og í gegnum tíðina höfum við sem dæmi átt gott samstarf við viðskiptavini í íslenskum sjávarútvegi. Íslenski markaðurinn skiptir okkur því miklu máli,“ segir Stig.
Hann segir Brunvoll sjá mikil tækifæri í því að velja Slippinn DNG sem nýjan umboðs- og samstarfsaðila á Íslandi.
„Bæði erum við að horfa til sölu búnaðar og varahluta en ekki síst sjáum við mikinn styrk Slippsins DNG í þjónustu við notendur okkar búnaðar og það er mjög mikilvægur þáttur fyrir okkur. Við kynntum samstarfssamning okkar við Slippinn DNG fyrst á sjávarútvegssýningunni í Barcelona á Spáni í apríl og fengum strax mjög sterk og jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum. Slippurinn DNG er þekkt sem reynslumikið fyrirtæki í skipaþjónustu og býr yfir þekkingu á öllum þáttum hennar. Hjá Brunvoll er því mikil ánægja með þetta samstarf sem bæði nýtist notendum okkar búnaðar á Íslandi en sömuleiðis er staðsetningin á Akureyri mjög góð gagnvart þjónustu við útgerðir frá löndunum hér á norðurslóðum og þar á meðal norskar útgerðir sem nota okkar búnað,“ segir Stig Helland.
Stór áfangi fyrir Slippinn DNG
Bjarni Pétursson, sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins DNG, segir samstarfið við Brunvoll mjög stórt skref fyrir fyrirtækið.
„Brunvoll er mjög stór og heimsþekktur framleiðandi með mikla þekkingu í skrúfum, gír- og stjórnbúnaði og það eflir okkur enn frekar í skipaþjónustunni. Þekkingarsvið okkar starfsmanna víkkar enn frekar út með tilkomu þessa samstarfs og við höfum til að mynda nú þegar verið með starfsmenn á námskeiðum hjá Brunvoll í Noregi. Brunvoll er líka fyrirtæki með miklar tengingar út um allan heim í sjávarútvegi og þannig má segja að tengslanet okkar stækki verulega með samstarfinu. Ég held þess vegna að þetta sé mikill ávinningur fyrir okkar viðskiptavini hérlendis og erlendis og mikilvægt skref í framþróun fyrir skipaþjónustu Slippsins DNG,“ segir Bjarni.