Íslenskir vísindamenn í samstarfi við Tækniháskólann í Danmörku hafa rannsakað breytingar á útbreiðslu loðnu í kjölfar loftlagsbreytinga á Íslandi, Austur-Grænlandi og Jan Mayen svæðinu.
Frá þessu segir í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar.
„Vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun, í samstarfi við Tækniháskólann í Danmörku (DTU Aqua), birtu nýlega grein í vísindaritinu Fisheries Oceanography þar sem breytingar á útbreiðslu loðnu í kjölfar loftlagsbreytinga á Íslandi-Austur-Grænlandi-Jan Mayen svæðinu var rannsökuð,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.
Fram er sagt koma í greininni sem sjá má hér að miklar breytingar hafi orðið á dreifingu og farleiðum loðnu.
Tengist breytingum í hafinu
„Þannig færðust megin fæðusvæði hennar frá Íslandshafi norður af landinu til austurstrandar Grænlands í byrjun aldarinnar. Því til viðbótar hefur komu hrygningarloðnu inn á svæðin norður af Íslandi að vetri átt sér stað seinna frá og með árinu 2003. Mismunandi tölfræðilíkönum var beitt í þessari rannsókn sem gáfu til kynna að þessar breytingar á dreifingu loðnunnar tengdust umhverfisbreytingum í hafinu.
Verkefnið var hluti af Horizon 2020 verkefni Evrópusambandsins, ECOTIP, þar sem áhersla var á að greina vistfræðilega vendipunkta í norðurhöfum, það er að segja að ákvarða hvenær breytingar á vistkerfisþáttum ná mörkum sem munu hafa víðtækari áhrif,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.
Íslenskir vísindamenn í samstarfi við Tækniháskólann í Danmörku hafa rannsakað breytingar á útbreiðslu loðnu í kjölfar loftlagsbreytinga á Íslandi, Austur-Grænlandi og Jan Mayen svæðinu.
Frá þessu segir í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar.
„Vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun, í samstarfi við Tækniháskólann í Danmörku (DTU Aqua), birtu nýlega grein í vísindaritinu Fisheries Oceanography þar sem breytingar á útbreiðslu loðnu í kjölfar loftlagsbreytinga á Íslandi-Austur-Grænlandi-Jan Mayen svæðinu var rannsökuð,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.
Fram er sagt koma í greininni sem sjá má hér að miklar breytingar hafi orðið á dreifingu og farleiðum loðnu.
Tengist breytingum í hafinu
„Þannig færðust megin fæðusvæði hennar frá Íslandshafi norður af landinu til austurstrandar Grænlands í byrjun aldarinnar. Því til viðbótar hefur komu hrygningarloðnu inn á svæðin norður af Íslandi að vetri átt sér stað seinna frá og með árinu 2003. Mismunandi tölfræðilíkönum var beitt í þessari rannsókn sem gáfu til kynna að þessar breytingar á dreifingu loðnunnar tengdust umhverfisbreytingum í hafinu.
Verkefnið var hluti af Horizon 2020 verkefni Evrópusambandsins, ECOTIP, þar sem áhersla var á að greina vistfræðilega vendipunkta í norðurhöfum, það er að segja að ákvarða hvenær breytingar á vistkerfisþáttum ná mörkum sem munu hafa víðtækari áhrif,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.