„Það er bara skrap,“ sagði Geir Zoëga, skipstjóri á Polar Amaraoq, sem á mánudag var á kolmunnaveiðum langt suður af Færeyjum.

„Það var ágætt þegar við byrjuðum en það er lítið um að vera núna. Þetta er svona upp og niður en við erum bara á öðru holi,“ sagði Geir. Kolmunninn sem nú veiðist sé alveg ágætur.

Veiðarnar fara nú fram á Gráa svæðinu svokallaða sem er á milli Færeyja og Skotlands. „Þeir eru að rífast um þetta Skotarnir og Færeyingarnir þannig að þetta er opið fyrir báða,“ sagði Geir.

Rússarnir settir út fyrir

Kolmunni er deilistofn í NorðurAtlantshafi og Íslendingar, Norðmenn og Grænlendingar veiða á Gráa svæðinu í krafti samninga við Færeyinga. Skip frá ýmsum þjóðum hafa undanfarið verið við veiðar á Gráa svæðinu. Á mánudag voru þar hátt í fimmtán skip frá Íslandi.

„Rússunum var bannað að koma hingað með síðustu samningum. Þeir mega vera norðan við línuna Færeyjamegin en ekki á Gráa svæðinu sjálfu,“ sagði Geir.

Kolmunninn er að sögn Geirs á leið suður á bóginn til að hrygna. Það komi því að því fljótlega að hann verði utan seilingar. Undanfarin ár hafi kolmunninn gengið okkur úr greipum í kringum 20. til 25. janúar.

Mikið af kolmunna

Heildarkvóti Íslendinga er tæplega 306 þúsund tonna. Þar af er Síldarvinnslan með tæplega 92 þúsund tonn, Brim með um 64 þúsund tonn og Eskja með nær 58 þúsund tonn. Polar Amaroq er í eigu útgerðarfyrirtækis í Grænlandi og veiðir því af kvóta Grænlendinga.

Þótt veiðin hafi verið dræm þegar rætt var  við Geir sagði hann að nást myndi að veiðast upp í kvótann. „Það koma svona dagar inn á milli en það var mjög góð veiði hérna fyrir jól og það er mikið af kolmunna þannig að ég hef engar áhyggjur af því.“

„Það er bara skrap,“ sagði Geir Zoëga, skipstjóri á Polar Amaraoq, sem á mánudag var á kolmunnaveiðum langt suður af Færeyjum.

„Það var ágætt þegar við byrjuðum en það er lítið um að vera núna. Þetta er svona upp og niður en við erum bara á öðru holi,“ sagði Geir. Kolmunninn sem nú veiðist sé alveg ágætur.

Veiðarnar fara nú fram á Gráa svæðinu svokallaða sem er á milli Færeyja og Skotlands. „Þeir eru að rífast um þetta Skotarnir og Færeyingarnir þannig að þetta er opið fyrir báða,“ sagði Geir.

Rússarnir settir út fyrir

Kolmunni er deilistofn í NorðurAtlantshafi og Íslendingar, Norðmenn og Grænlendingar veiða á Gráa svæðinu í krafti samninga við Færeyinga. Skip frá ýmsum þjóðum hafa undanfarið verið við veiðar á Gráa svæðinu. Á mánudag voru þar hátt í fimmtán skip frá Íslandi.

„Rússunum var bannað að koma hingað með síðustu samningum. Þeir mega vera norðan við línuna Færeyjamegin en ekki á Gráa svæðinu sjálfu,“ sagði Geir.

Kolmunninn er að sögn Geirs á leið suður á bóginn til að hrygna. Það komi því að því fljótlega að hann verði utan seilingar. Undanfarin ár hafi kolmunninn gengið okkur úr greipum í kringum 20. til 25. janúar.

Mikið af kolmunna

Heildarkvóti Íslendinga er tæplega 306 þúsund tonna. Þar af er Síldarvinnslan með tæplega 92 þúsund tonn, Brim með um 64 þúsund tonn og Eskja með nær 58 þúsund tonn. Polar Amaroq er í eigu útgerðarfyrirtækis í Grænlandi og veiðir því af kvóta Grænlendinga.

Þótt veiðin hafi verið dræm þegar rætt var  við Geir sagði hann að nást myndi að veiðast upp í kvótann. „Það koma svona dagar inn á milli en það var mjög góð veiði hérna fyrir jól og það er mikið af kolmunna þannig að ég hef engar áhyggjur af því.“