Alls greiddu sjávarútvegsfyrirtæki um 488 milljónir króna í veiðigjald vegna veiða í júní samkvæmt tölum sem Fiskistofa birti nýlega. Þar með er fjárhæð veiðigjaldsins komin í 5.641 milljón króna á fyrri árshelmingi. Í Radar Samstaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að það sé 67% meira en fyrirtækin höfðu greitt fyrir veiðar á sama tímabili í fyrra, en þá var heildarfjárhæð veiðigjaldsins komin í 3.377 milljónir króna. Fjárhæðin nú í ár er nánast sú sama og hún var á fyrri helmingi ársins 2018.

Á heimasíðu Fiskistofu segir að stofnunin leggi veiðigjöldin á aflann og tekjurnar renni í ríkissjóð. 

Tekjurnar séu notaðar til að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Veiðigjöld tryggi þjóðinni hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.