Útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 3,2 milljörðum króna í maí. Það er um 80% aukning frá sama mánuði í fyrra á föstu gengi. Þar með er útflutningsverðmæti eldisafurða komið í rúma 22 milljarða króna á fyrstu 5 mánuðum ársins og hafa aldrei verið meiri. Frá þessu segir Radarinn, vefrit Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Miðað við sama tímabil í fyrra er um 18% aukningu að ræða á föstu gengi. Verðmæti eldisafurða er rúmlega 15% af útflutningsverðmæti sjávarafurða á fyrstu 5 mánuðum ársins og um 6% af verðmæti vöruútflutnings alls, en þau hlutföll hafa heldur aldrei verið hærri á tilgreindu tímabili. Þetta má sjá í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti sem birtar voru í síðustu viku.
Vægi laxeldis eykst
Í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar er útflutningsverðmæti eldisafurða í heild einungis birt og því liggur ekki fyrir sundurliðun verðmæta niður á einstaka tegundir í maímánuði. Vafalaust má rekja þessa myndarlegu aukningu í maí til laxeldis, líkt og mánuðina á undan. Þannig var útflutningsverðmæti eldislax komið í tæpa 17 milljarða króna á fyrstu 4 mánuðum ársins, sem er um 20% aukning frá sama tímabili í fyrra á föstu gengi. Hlutdeild lax af útflutningsverðmæti eldisafurða í heild var rúm 87% á fyrstu 4 mánuðunum samanborið við rúm 81% á sama tímabili í fyrra.
Samdráttur í útflutningsverðmætum silungs
Á hinn bóginn var hátt í þriðjungs samdráttur í útflutningsverðmæti silungs, sem er að langstærstum hluta bleikja, á sama tímabili. Þannig nam útflutningsverðmæti silungs tæplega 1,5 milljarði króna á fyrstu 4 mánuðum ársins samanborið við 2,1 milljarð á sama tíma í fyrra. Svipaða sögu er að segja um frjóvguð hrogn, sem er verðmæt hátækniframleiðsla. Útflutningsverðmæti þeirra var komið í tæpar 400 milljónir króna á fyrstu 4 mánuðum ársins, sem er 43% samdráttur á milli ára. Á móti hafa útflutningstekjur af Senegal flúru, sem er einn verðmætasti matfiskur í heimi, aldrei verið meiri á fyrstu 4 mánuðunum og nú í ár. Þannig var útflutningsverðmæti Senegal flúru komið í rúmar 500 milljónir á tilgreindu tímabili, sem er 150% aukning á milli ára á föstu gengi.
Útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 3,2 milljörðum króna í maí. Það er um 80% aukning frá sama mánuði í fyrra á föstu gengi. Þar með er útflutningsverðmæti eldisafurða komið í rúma 22 milljarða króna á fyrstu 5 mánuðum ársins og hafa aldrei verið meiri. Frá þessu segir Radarinn, vefrit Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Miðað við sama tímabil í fyrra er um 18% aukningu að ræða á föstu gengi. Verðmæti eldisafurða er rúmlega 15% af útflutningsverðmæti sjávarafurða á fyrstu 5 mánuðum ársins og um 6% af verðmæti vöruútflutnings alls, en þau hlutföll hafa heldur aldrei verið hærri á tilgreindu tímabili. Þetta má sjá í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti sem birtar voru í síðustu viku.
Vægi laxeldis eykst
Í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar er útflutningsverðmæti eldisafurða í heild einungis birt og því liggur ekki fyrir sundurliðun verðmæta niður á einstaka tegundir í maímánuði. Vafalaust má rekja þessa myndarlegu aukningu í maí til laxeldis, líkt og mánuðina á undan. Þannig var útflutningsverðmæti eldislax komið í tæpa 17 milljarða króna á fyrstu 4 mánuðum ársins, sem er um 20% aukning frá sama tímabili í fyrra á föstu gengi. Hlutdeild lax af útflutningsverðmæti eldisafurða í heild var rúm 87% á fyrstu 4 mánuðunum samanborið við rúm 81% á sama tímabili í fyrra.
Samdráttur í útflutningsverðmætum silungs
Á hinn bóginn var hátt í þriðjungs samdráttur í útflutningsverðmæti silungs, sem er að langstærstum hluta bleikja, á sama tímabili. Þannig nam útflutningsverðmæti silungs tæplega 1,5 milljarði króna á fyrstu 4 mánuðum ársins samanborið við 2,1 milljarð á sama tíma í fyrra. Svipaða sögu er að segja um frjóvguð hrogn, sem er verðmæt hátækniframleiðsla. Útflutningsverðmæti þeirra var komið í tæpar 400 milljónir króna á fyrstu 4 mánuðum ársins, sem er 43% samdráttur á milli ára. Á móti hafa útflutningstekjur af Senegal flúru, sem er einn verðmætasti matfiskur í heimi, aldrei verið meiri á fyrstu 4 mánuðunum og nú í ár. Þannig var útflutningsverðmæti Senegal flúru komið í rúmar 500 milljónir á tilgreindu tímabili, sem er 150% aukning á milli ára á föstu gengi.