4.627 milljónir króna runnu í ríkiskassann á fyrstu fimm mánuðum ársins í formi veiðigjalda sem er 10% lækkun frá sama tímabili í fyrra. Þá höfðu verið greiddar 5.154 milljónir króna og benda Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi á að rekja megi þessa lækkun milli ára til loðnubrests á þessu ári.
Loðnuafli í fyrra var um 326 þúsund tonn, segir í færslu á vef SFS, sem skilaði um 1.805 milljónum króna í kassann í formi veiðigjalda.
Forvitnilega úttekt samtakanna má sjá hér.