Sólberg ÓF 1, frystitogari Ramma hf. í Fjallabyggð, er kvótahæsta einstaka skipið í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári með 5.563 tonn. Skammt undan koma Drangey SK frá FISK-Seafood og Samherjaskipin Björgvin EA og Björg EA. Röð kvótahæstu skipa er sama og á fyrra fiskveiðiári en aflaheimildirnar hafa dregist saman.

Heildarsamantekt um úthlutanir aflaheimilda eftir útgerðum, skipaflokkum, tegundum o.fl. er að finna í nýútkomnu Kvótablaði Fiskifrétta.

Samherji Ísland ehf. er kvótahæsta útgerð í þorski á nýhöfnu fiskveiðiári með 12.733 tonn og þar á eftir koma Brim hf. með 11.884 tonn og FISK Seafood með 9.173 tonn. Hér fyrir neðan er listi yfir 10 kvótahæstu útgerðirnar í þorski.