Kosningu um kjarasamning sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútveg lauk kl. 15 í dag og var samningurinn felldur. Niðurstaðan var reyndar mjög afgerandi því 67,4% vildu fella samninginn, 31,5% samþykkja hann og auðir atkvæðaseðlar voru 1,%. Á kjörskrá voru 1.200 manns og kjörsókn var 47,6%.