Reykjavík er kvótahæsta heimahöfnin á fiskveiðiárinu 2022/2023 með alls tæp 38 þúsund þorskígildistonn sem er 11,8% af heildarkvótanum. Þetta er breyting frá fyrra fiskveiðiári þó litlu hafi munað þegar Vestmannaeyjar voru stærsta heimahöfnin með 33.996 þorskígildistonn og Reykjavík var þá í öðru sæti með 33.913 tonn. Á yfirstandandi fiskveiðiári eru Vestmannaeyjar önnur stærsta heimahöfnin með rúm 35 þúsund tonn, sem er 10,9% hlutfall af heildarkvóta, og Grindavík í þriðja sæti með rúm 33.800 tonn, 10,5%. Aðrar hafnir eru ekki hálfdrættingar á þær þrjár kvótahæstu.

Heildarsamantekt um úthlutanir aflaheimilda eftir útgerðum, skipaflokkum, tegundum o.fl. er að finna í nýútkomnu Kvótablaði Fiskifrétta.