Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, tók yfir rekstur rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík síðla árs 2019 en Hólmadrangur var þá í greiðslustöðvun. Í ljósi erfiðrar stöðu hefur stjórn Hólmadrangs ákveðið að stöðva rækjuvinnsluna um næstu mánaðamót.
Rekstur Hólmadrangs hefur frá þeim tíma sem Snæfell tók yfir reksturinn verið erfiður og hefur Snæfell stutt við reksturinn með ýmsum hætti, með það að markmiði að halda starfseminni gangandi.
Með fjárhagslegum stuðningi hefur þungur rekstur Hólmadrangs ekki haft áhrif á launagreiðslur eða aðrar fjárhagslegar skuldbindingar.
Ekki hefur verið greiddur út arður úr félaginu frá því Snæfell kom að rekstrinum.
205 milljóna króna tap á síðasta ári
Viðvarandi taprekstur hefur verið á síðustu árum. Tap síðasta árs var 205 milljónir króna samkvæmt ársreikningi.
Eigið fé var neikvætt um 360 milljónir króna í árslok 2022 og eiginfjárhlutfall neikvætt um 28%. Helstu eignir Hólmadrangs felast í húsnæði, búnaði og birgðum.
Í upphafi var lagt upp með að kaupa hráefni frá Noregi, Kanada, Rússlandi og fleiri löndum en engar veiðiheimildir eru í félaginu.
Allt hráefni innflutt
Allt hráefni sem unnið er í rækjuvinnslu Hólmadrangs er innflutt, aðallega frá norður Noregi og Kanada. Framleiðsla félagsins á síðasta ári var um 1.400 tonn af afurðum.
Staðsetning vinnslunnar er á margan hátt óhagstæð, flutningskostnaður mikill á hráefni til vinnslunnar. Tilfinnanlegur skortur er á frystigeymslum á Hólmavík. Þetta hefur m.a. haft í för með sér að hluti hráefnisins hefur verið geymdur í öðrum landshluta með tilheyrandi óhagræði og kostnaði.
Framtíðarhorfur
Markaðsaðstæður á sölu kaldsjávarrækju hafa verið erfiðar frá upphafi heimsfaraldursins og ekki er talið að það breytist á næstu misserum.
Ljóst er að komið er að verulegri endurnýjun húsnæðis og búnaðar, eigi vinnslan að verða samkeppnishæf. Samkvæmt mati sérhæfðs aðila er kostnaðurinn á nýjum búnaði ekki undir 500 milljónum króna. Við þessa fjárhæð bætist svo mikill kostnaður vegna endurnýjunar á húsnæði.
Það er mat stjórnar Hólmadrangs að reksturinn standi ekki undir slíkri fjárfestingu.
Annarra leiða hefur verið leitað til að tryggja áframhaldandi rekstur, meðal annars með aðkomu annarra aðila í rækjuiðnaðinum en án árangurs.
Vinnsla stöðvuð – Hvatt til athugunar á nýtingu húsnæðis Hólmadrangs
Í ljósi stöðunnar hefur stjórn Hólmadrangs ákveðið að stöðva rækjuvinnsluna um næstu mánaðamót. Starfsfólk var í dag upplýst um stöðu mála og að óbreyttu komi til uppsagna um mánaðamótin í samræmi við gildandi starfssamninga og reglur um hópuppsögn. Starfsmenn félagsins eru um tuttugu.
Hólmadrangur hvetur alla aðila er koma að atvinnumálum Strandabyggðar til að kanna gaumgæfilega möguleika á annarri starfsemi í húsnæði félagsins, og mun leggja til ráðgjafaþjónustu í tengslum við slíka vinnu. Sérhæfður aðili hefur verið ráðinn til verkefnisins, sem þekkir vel til atvinnumála Strandabyggðar.
Í síðustu viku skrifuðu sveitarstjórn Strandabyggðar og fyrirtækið Íslensk verðbréf (ÍV), undir viljayfirlýsingu um fiskeldi og þararækt. Hólmadrangur hefur þegar rætt við ÍV um hugsanlega aðkomu að þessu verkefni sem gæti opnað möguleika á nýjum atvinnutækifærum á staðnum með nýtingu þeirra fasteigna sem fyrir eru.
Að mati stjórnar Hólmadrangs liggja hugsanleg tækifæri fyrir svæðið ekki síður í mögulegri uppbyggingu ferðaþjónustu, sé litið til vaxandi fjölda ferðamanna og aðdráttarafls svæðisins fyrir ferðamenn.
Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, tók yfir rekstur rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík síðla árs 2019 en Hólmadrangur var þá í greiðslustöðvun. Í ljósi erfiðrar stöðu hefur stjórn Hólmadrangs ákveðið að stöðva rækjuvinnsluna um næstu mánaðamót.
Rekstur Hólmadrangs hefur frá þeim tíma sem Snæfell tók yfir reksturinn verið erfiður og hefur Snæfell stutt við reksturinn með ýmsum hætti, með það að markmiði að halda starfseminni gangandi.
Með fjárhagslegum stuðningi hefur þungur rekstur Hólmadrangs ekki haft áhrif á launagreiðslur eða aðrar fjárhagslegar skuldbindingar.
Ekki hefur verið greiddur út arður úr félaginu frá því Snæfell kom að rekstrinum.
205 milljóna króna tap á síðasta ári
Viðvarandi taprekstur hefur verið á síðustu árum. Tap síðasta árs var 205 milljónir króna samkvæmt ársreikningi.
Eigið fé var neikvætt um 360 milljónir króna í árslok 2022 og eiginfjárhlutfall neikvætt um 28%. Helstu eignir Hólmadrangs felast í húsnæði, búnaði og birgðum.
Í upphafi var lagt upp með að kaupa hráefni frá Noregi, Kanada, Rússlandi og fleiri löndum en engar veiðiheimildir eru í félaginu.
Allt hráefni innflutt
Allt hráefni sem unnið er í rækjuvinnslu Hólmadrangs er innflutt, aðallega frá norður Noregi og Kanada. Framleiðsla félagsins á síðasta ári var um 1.400 tonn af afurðum.
Staðsetning vinnslunnar er á margan hátt óhagstæð, flutningskostnaður mikill á hráefni til vinnslunnar. Tilfinnanlegur skortur er á frystigeymslum á Hólmavík. Þetta hefur m.a. haft í för með sér að hluti hráefnisins hefur verið geymdur í öðrum landshluta með tilheyrandi óhagræði og kostnaði.
Framtíðarhorfur
Markaðsaðstæður á sölu kaldsjávarrækju hafa verið erfiðar frá upphafi heimsfaraldursins og ekki er talið að það breytist á næstu misserum.
Ljóst er að komið er að verulegri endurnýjun húsnæðis og búnaðar, eigi vinnslan að verða samkeppnishæf. Samkvæmt mati sérhæfðs aðila er kostnaðurinn á nýjum búnaði ekki undir 500 milljónum króna. Við þessa fjárhæð bætist svo mikill kostnaður vegna endurnýjunar á húsnæði.
Það er mat stjórnar Hólmadrangs að reksturinn standi ekki undir slíkri fjárfestingu.
Annarra leiða hefur verið leitað til að tryggja áframhaldandi rekstur, meðal annars með aðkomu annarra aðila í rækjuiðnaðinum en án árangurs.
Vinnsla stöðvuð – Hvatt til athugunar á nýtingu húsnæðis Hólmadrangs
Í ljósi stöðunnar hefur stjórn Hólmadrangs ákveðið að stöðva rækjuvinnsluna um næstu mánaðamót. Starfsfólk var í dag upplýst um stöðu mála og að óbreyttu komi til uppsagna um mánaðamótin í samræmi við gildandi starfssamninga og reglur um hópuppsögn. Starfsmenn félagsins eru um tuttugu.
Hólmadrangur hvetur alla aðila er koma að atvinnumálum Strandabyggðar til að kanna gaumgæfilega möguleika á annarri starfsemi í húsnæði félagsins, og mun leggja til ráðgjafaþjónustu í tengslum við slíka vinnu. Sérhæfður aðili hefur verið ráðinn til verkefnisins, sem þekkir vel til atvinnumála Strandabyggðar.
Í síðustu viku skrifuðu sveitarstjórn Strandabyggðar og fyrirtækið Íslensk verðbréf (ÍV), undir viljayfirlýsingu um fiskeldi og þararækt. Hólmadrangur hefur þegar rætt við ÍV um hugsanlega aðkomu að þessu verkefni sem gæti opnað möguleika á nýjum atvinnutækifærum á staðnum með nýtingu þeirra fasteigna sem fyrir eru.
Að mati stjórnar Hólmadrangs liggja hugsanleg tækifæri fyrir svæðið ekki síður í mögulegri uppbyggingu ferðaþjónustu, sé litið til vaxandi fjölda ferðamanna og aðdráttarafls svæðisins fyrir ferðamenn.