Dótturfyrirtæki Pipar/TBWA, íslensku markaðsfyrirtækin The Engine Nordic og Ghostlamp, vinna nú að markaðssetningu Norður-Atlantshafssíldar fyrir Samtök matvælaframleiðenda í Danmörku ásamt TBWA/Connected í Kaupamannahöfnl. Markmið verkefnsisins er að kenna yngri kynslóðum á þekktum mörkuðum að elda og borða síld úr Norður-Atlantshafi, að því er fram kemur í frétt á www.vb.is.

Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar\TBWA, segir verkefnið hafa verið mjög skemmtilegt en það sé einnig að eiga sér stað í Þýskalandi, Hollandi, Póllandi og Svíþjóð.