Loðnuleitarleiðangur er nú í fullum gangi. Togarinn Ásgrímur Halldórsson SF 250 er þó ekki kominn á miðin. Honum var siglt frá Höfn í Hornafirði í gærkvöldi og var við bryggju á Reyðarfirði í dag. Þar var verið að kalíbrera, eða fínstilla, dýptarmæli um borð svo hann sé í samræmi við dýptarmæla hinna skipanna þriggja í leiðangrinum.
Ásgrímur Halldórsson lét úr höfn fyrir stundu og mun samkvæmt heimildum Fiskifrétta hefja mælingar fyrir utan kantinn austur af landinu.
Hin skipin þrjú; togarinn Polar Ammassak og rannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson, hafa í dag verið að toga úti fyrir Vestfjörðum eins og sést af meðfylgjandi mynd sem fengin er af vef Hafrannsóknarstofnunar.
Ísröndin aftrar leitinni
„Það gengur ágætlega þarna fyrir vestan en ísinn er aðeins að aftra,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Farið er að ísröndinni. Þar segir Guðmundur að sé loðna.
„Við hefðum gjarnan viljað fara aðeins norðar og vestar á þessum svæðum. Þeir hafa verið í blandaðri loðnu þar. Það segir okkur að það gæti allt eins verið eitthvað undir ísnum líka en það er ekkert hægt að segja um það núna,“ segir Guðmundur sem kveðst bjartsýnn á að það náist að klára leiðangurinn í núverandi veðurglugga eins og ákjósanlegast væri. „Það er það sem við stefnum að.“
Loðnuleitarleiðangur er nú í fullum gangi. Togarinn Ásgrímur Halldórsson SF 250 er þó ekki kominn á miðin. Honum var siglt frá Höfn í Hornafirði í gærkvöldi og var við bryggju á Reyðarfirði í dag. Þar var verið að kalíbrera, eða fínstilla, dýptarmæli um borð svo hann sé í samræmi við dýptarmæla hinna skipanna þriggja í leiðangrinum.
Ásgrímur Halldórsson lét úr höfn fyrir stundu og mun samkvæmt heimildum Fiskifrétta hefja mælingar fyrir utan kantinn austur af landinu.
Hin skipin þrjú; togarinn Polar Ammassak og rannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson, hafa í dag verið að toga úti fyrir Vestfjörðum eins og sést af meðfylgjandi mynd sem fengin er af vef Hafrannsóknarstofnunar.
Ísröndin aftrar leitinni
„Það gengur ágætlega þarna fyrir vestan en ísinn er aðeins að aftra,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar. Farið er að ísröndinni. Þar segir Guðmundur að sé loðna.
„Við hefðum gjarnan viljað fara aðeins norðar og vestar á þessum svæðum. Þeir hafa verið í blandaðri loðnu þar. Það segir okkur að það gæti allt eins verið eitthvað undir ísnum líka en það er ekkert hægt að segja um það núna,“ segir Guðmundur sem kveðst bjartsýnn á að það náist að klára leiðangurinn í núverandi veðurglugga eins og ákjósanlegast væri. „Það er það sem við stefnum að.“