Í greinargerð með frumvarpi fimmtán þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki um bann við hvalveiðum eru ýmsu haldið fram sem er á skjön við raunveruleikann ef marka má umsögn frá Hafrannsóknarstofnun.
„Í kaflanum „Hvalir eru mikilvægir í vistkerfi sjávar" koma fram ýmsar staðhæfingar sem eru ekki í samræmi við núverandi stöðu þekkingar á vistfræðilegum áhrifum hvala,“ segir í umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem kveðst vilja koma með nokkrar ábendingar vegna greinargerðinnar.
„Áhrif stærri hvalategunda á vistkerfi eru almennt illa þekkt og rannsóknaþörf þar að lútandi mikil. Ef frumvarpið verður endurskoðað leggur Hafrannsóknastofnun til að þessum kafla verði alfarið sleppt eða hann endurskrifaður í betra samræmi við stöðu vísindalegrar þekkingar,“ segir í umsögn Hafrannsóknarstofnunar.
„Ef ákveðið verður að halda kaflanum í greinargerðinni viljum við koma á framfæri ábendingum vegna einstakra fullyrðinga sem þar koma fram,“ segir Hafrannsóknarstofnun og tekur síðan fyrir nokkra liði greinargerðarinnar.
Hlutur hvala veigalítill
„Hvalir gegna mikilvægu hlutverki í baráttu gegn loftslagsvá sem er ein helsta ógnin við samfélag okkar,” vitnar Hafrannsóknarstofnun til fullyrðingar í greinargerðinni. „Ef vistkerfi sjávar eru skoðuð í heild og þar með þau fjölmörgu ferli sem hafa áhrif á flutning og bindingu kolefnis til lengri og skemmri tíma, þá er fátt sem bendir til annars en að hvalir hafi þar hlutfallslega veigalitlu hlutverki að gegna. Mikil óvissa er um flutning og örlög kolefnis frá hvölum,“ segir stofnunin um þetta atriði.
„Hvalir framleiða súrefni,“ segir í greinargerðinni. „Við bendum á að hvalir framleiða ekki súrefni,“ segir Hafrannsóknarstofnun aftur á móti.
„Fjölgun hvala styrkir fiskstofna, stóra og smáa, og loks hvalina sjálfa,” segir einnig í greinargerðinni. „Erfitt er að átta sig á hvað höfundar eiga við hér, en rétt er að benda á að hvalir og önnur sjávarspendýr éta mikið af fiski á ári hverju,“ segir Hafrannsóknbarstofnun hins vegar og vitnar til nýlegrar rannsóknar þar sem metið er að sjávarspendýr við Ísland og austur Grænland éti 13,4 milljónir tonna af bráð á ári hverju.
Óljóst hvernig fiskistofnar stækki við hvalveiðibann
„Þó að ýmsar átutegundir séu þarna stór hluti, er ljóst að mikið af þessu magni eru smávaxnar fisktegundir eins og síld, loðna, og sandsíli, auk þess sem fleiri tegundir eru étnar í minna mæli. Óljóst er hvaða ferlar gætu leitt til þess að fiskistofnar stækka vegna áhrifa hvala umfram það sem þeir éta á ári hverju,“ segir í ábendingum Hafrannsóknarstofnunar.
Flutningsmenn frumvarpsins um bann við hvalveiðum eru Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Sigmar Guðmundsson, Tómas A. Tómasson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Í greinargerð með frumvarpi fimmtán þingmanna úr öllum stjórnarandstöðuflokkum nema Miðflokki um bann við hvalveiðum eru ýmsu haldið fram sem er á skjön við raunveruleikann ef marka má umsögn frá Hafrannsóknarstofnun.
„Í kaflanum „Hvalir eru mikilvægir í vistkerfi sjávar" koma fram ýmsar staðhæfingar sem eru ekki í samræmi við núverandi stöðu þekkingar á vistfræðilegum áhrifum hvala,“ segir í umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem kveðst vilja koma með nokkrar ábendingar vegna greinargerðinnar.
„Áhrif stærri hvalategunda á vistkerfi eru almennt illa þekkt og rannsóknaþörf þar að lútandi mikil. Ef frumvarpið verður endurskoðað leggur Hafrannsóknastofnun til að þessum kafla verði alfarið sleppt eða hann endurskrifaður í betra samræmi við stöðu vísindalegrar þekkingar,“ segir í umsögn Hafrannsóknarstofnunar.
„Ef ákveðið verður að halda kaflanum í greinargerðinni viljum við koma á framfæri ábendingum vegna einstakra fullyrðinga sem þar koma fram,“ segir Hafrannsóknarstofnun og tekur síðan fyrir nokkra liði greinargerðarinnar.
Hlutur hvala veigalítill
„Hvalir gegna mikilvægu hlutverki í baráttu gegn loftslagsvá sem er ein helsta ógnin við samfélag okkar,” vitnar Hafrannsóknarstofnun til fullyrðingar í greinargerðinni. „Ef vistkerfi sjávar eru skoðuð í heild og þar með þau fjölmörgu ferli sem hafa áhrif á flutning og bindingu kolefnis til lengri og skemmri tíma, þá er fátt sem bendir til annars en að hvalir hafi þar hlutfallslega veigalitlu hlutverki að gegna. Mikil óvissa er um flutning og örlög kolefnis frá hvölum,“ segir stofnunin um þetta atriði.
„Hvalir framleiða súrefni,“ segir í greinargerðinni. „Við bendum á að hvalir framleiða ekki súrefni,“ segir Hafrannsóknarstofnun aftur á móti.
„Fjölgun hvala styrkir fiskstofna, stóra og smáa, og loks hvalina sjálfa,” segir einnig í greinargerðinni. „Erfitt er að átta sig á hvað höfundar eiga við hér, en rétt er að benda á að hvalir og önnur sjávarspendýr éta mikið af fiski á ári hverju,“ segir Hafrannsóknbarstofnun hins vegar og vitnar til nýlegrar rannsóknar þar sem metið er að sjávarspendýr við Ísland og austur Grænland éti 13,4 milljónir tonna af bráð á ári hverju.
Óljóst hvernig fiskistofnar stækki við hvalveiðibann
„Þó að ýmsar átutegundir séu þarna stór hluti, er ljóst að mikið af þessu magni eru smávaxnar fisktegundir eins og síld, loðna, og sandsíli, auk þess sem fleiri tegundir eru étnar í minna mæli. Óljóst er hvaða ferlar gætu leitt til þess að fiskistofnar stækka vegna áhrifa hvala umfram það sem þeir éta á ári hverju,“ segir í ábendingum Hafrannsóknarstofnunar.
Flutningsmenn frumvarpsins um bann við hvalveiðum eru Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Sigmar Guðmundsson, Tómas A. Tómasson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir.