„Það var loðna að ganga upp, sennilega úr Víkurálnum, en þetta var ekki magn sem skiptir miklu máli í stóru myndinni, því miður,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri loðnuleitar Hafrannsóknastofnunar.
Heimaey VE var orðið eitt skipa eftir í loðnuleitinni og kannaði svæðið út af Vestfjörðum undan farna daga. Skipið hafði tekið stefnuna heim á leið þegar ábending um loðnu barst að sögn Birkis frá báti á svæðinu. Því hafi verið ákveðið að snúa Heimaey við og leita á svæðinu upp af Víkurál.
Ekkert að ráði fannst og leiðangrinum er því lokið. „Við förum sennilega yfir það í dag hvort og þá hvað verður gert í framhaldinu,“ segir Birkir. Það yrði þá í áfram í samvinnu við útgerðarfyrirtæki því bæði rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar séu upptekin í öðrum verkefnum. „Þetta veltur mikið á því hvað útgerðirnar geta gert.“
„Það var loðna að ganga upp, sennilega úr Víkurálnum, en þetta var ekki magn sem skiptir miklu máli í stóru myndinni, því miður,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri loðnuleitar Hafrannsóknastofnunar.
Heimaey VE var orðið eitt skipa eftir í loðnuleitinni og kannaði svæðið út af Vestfjörðum undan farna daga. Skipið hafði tekið stefnuna heim á leið þegar ábending um loðnu barst að sögn Birkis frá báti á svæðinu. Því hafi verið ákveðið að snúa Heimaey við og leita á svæðinu upp af Víkurál.
Ekkert að ráði fannst og leiðangrinum er því lokið. „Við förum sennilega yfir það í dag hvort og þá hvað verður gert í framhaldinu,“ segir Birkir. Það yrði þá í áfram í samvinnu við útgerðarfyrirtæki því bæði rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar séu upptekin í öðrum verkefnum. „Þetta veltur mikið á því hvað útgerðirnar geta gert.“