Uppsjávarskipið Heimaey VE sem tekur þátt í loðnuleitarleiðangri Hafrannsóknastofnunar er þessa stundina inn á Arnarfirði á móts við Bíldudal þar sem unnið er að því að kvarða mæla um borð.

Samkvæmt upplýsingum úr brú Heimaeyjar er þess vænst að skipið haldi til mælinga síðar í dag.

Hin tvo skipin í leiðangrinum, Polar Ammassak og Ásgrímur Halldórsson eru hins vegar við mælingar norður af landinu eins og sést á myndinni hér að ofan.

Skjáskot/hafro.is
Skjáskot/hafro.is

Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar taka hvorugt þátt í leiðangrinum að þessu sinni. Heimaey kom inn í verkefnið eftir að Árni Friðriksson heltist úr lestinni vegna bilunar. Bjarni Sæmundsson er síðan í öðrum rannsóknarverkefnum vestur af landinu.