Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International (IS), mun láta af störfum eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár. Ægir Páll Friðbertsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Iceland Seafood.

Samhliða þessu hefur Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna, selt allan 10,8% eignarhlut sinn í félaginu til útgerðarfélagsins Brims á 1.644 milljónir króna. Gengið í viðskiptunum var 5,3 krónur á hlut. Nánar er greint frá þessu á www.vb.is.