Útgerðarfélagið Brim hagnaðist um 79,3 milljónir evra árið 2022, eða um 11,3 milljörðum króna á meðalgengi ársins, samanborið við 75,2 milljónir evra árið 2021. Stjórn Brims leggur til að greiddir verði út 5,4 milljarðar króna í arð vegna síðasta rekstrarárs, að því er kemur fram í nýbirtum ársreikningi. Sagt er frá þessu á vef Viðskiptablaðsins.

Tekjur félagsins jukust um 16% á milli ára og námu 451 milljón evra eða um 64,2 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður Brims fyrir afskriftir (EBITDA) jókst um 26% á milli ára og nam 117,7 milljónum evra, eða um 16,8 milljörðum króna.