Áströlsk yfirvöld hafa tilkynnt Matvælastofnun að nú teljist Ísland uppfylla skilyrði sem gilda um laxfiskafurðir sem fluttar eru til Ástralíu.

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar.

„Leyfið á sér langan aðdraganda, en áströlsk yfirvöld hafa gert úttekt á sjúkdómastöðu eldisfisks (laxfiska) og í kjölfarið heimilað innflutning á fiskeldisafurðum frá Íslandi til Ástralíu að uppfylltum ákveðnum kröfum,“ segir ámast.is.

Boðað hefur verið til fjarfundar næsta miðvikudag þar sem fara á yfir aðdraganda málsins, skilyrðin sem í gildi eru, úttektir og leyfisveitingar framleiðenda og vottun afurða.