Kristján Loftsson, aðaleigandi og forstjóri Hvals, var með 543 milljónir króna í fjármagnstekjur árið 2022 og er í 22. sæti yfir þá einstaklinga sem voru með hæstar fjármagnstekjur í fyrra. Systir hans, Birna Loftsdóttir, er í 41. sæti með 394 milljónir.

Samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar í vor eru Kristján og Birna meðal ríkustu Íslendinganna þar sem auður þeirra er metinn á 26 milljarða króna. Hvalur á meðal annars hluti í Hampiðjunni, Arion banka og Alvotech.

Hagnaður Hvals á síðasta rekstrarári nam 890,5 milljónum króna, samanborið við 3,5 ma.kr. hagnað árið áður. Félagið greiddi 1,5 ma.kr. í arð á síðasta ári og hefur stjórn lagt til að greiddur verði milljarður í arð á þessu ári. Sagt er frá þessu á vef vb.is.

Kristján Loftsson, aðaleigandi og forstjóri Hvals, var með 543 milljónir króna í fjármagnstekjur árið 2022 og er í 22. sæti yfir þá einstaklinga sem voru með hæstar fjármagnstekjur í fyrra. Systir hans, Birna Loftsdóttir, er í 41. sæti með 394 milljónir.

Samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar í vor eru Kristján og Birna meðal ríkustu Íslendinganna þar sem auður þeirra er metinn á 26 milljarða króna. Hvalur á meðal annars hluti í Hampiðjunni, Arion banka og Alvotech.

Hagnaður Hvals á síðasta rekstrarári nam 890,5 milljónum króna, samanborið við 3,5 ma.kr. hagnað árið áður. Félagið greiddi 1,5 ma.kr. í arð á síðasta ári og hefur stjórn lagt til að greiddur verði milljarður í arð á þessu ári. Sagt er frá þessu á vef vb.is.