Landaður afli í október var rúmlega 123 þúsund tonn sem er 5% minni afli en í október 2022. Uppsjávarafli var 81 þúsund tonn og botnfiskafli rúmlega 40 þúsund tonn.

Aflamagn á 12 mánaða tímabilinu, frá nóvember 2022 til október 2023, var 1.363 þúsund tonn sem er 10% samdráttur frá fyrra 12 mánaða tímabili ári áður.