Samkvæmt nýgerðum samningi milli Íslendinga og Rússa hefur tæplega 4.100 tonna þorskkvóta verið úthlutað til íslenskra skipa miðað við slægðan fisk. HB Grandi er með stærstan hlut eða 1.156 tonn, Samherji fær 858 tonn, Brim 690 tonn, Rammi 675 tonn og FISK Seafood 500 tonn. Þá er Síldarvinnslunni úthlutað um 180 tonnum og loks fær útgerð Frosta ÞH 24 tonn. Leyfilegur meðafli af ýsu er 8% miðað við óslægt.

Auk þessarar úthlutunar hafa íslenskar útgerðir rétt til að kaupa af Rússum 3.000 tonna þorskkvóta.

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.