Nýr rafdrifinn gámakrani, sem hefur fengið nafnið Alda, kom til landsins um síðastliðna helgi. Kraninn er 125 tonn að þyngd, er færanlegur og með 54 metra bómu sem getur þjónustað stærri skip en eldri kranar. Stýrishús kranans er einnig hærra sem gefur aukið útsýni fyrir kranastjóra.

Kraninn er af gerðinni Gottwald og er 10 krani Eimskips af þeirri gerð. Eftir komu kranans er Eimskip með 11 krana í rekstri, eins og segir í tilkynningu.

Á sama tíma mun gámakraninn Grettir kveðja Sundahöfn. Kraninn verður fluttur til Þórshafnar í Færeyjum og mun þjónusta skip Eimskips þar. Koma Grettis til Þórshafnar fjölgar gámakrönum þar í þrjá, sem mun auka rekstraröryggi og lyftigetu hafnarinnar.

„Eitt stærsta sjálfbærniverkefni Eimskips er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið varðandi það. Verkefni tengd gróðurhúsalosun eru beintengd heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um aðgerðir í loftlagsmálum en félagið leggur einmitt áherslu á það markmið. Alls eru 4 gámakranar á hafnarsvæðinu í Reykjavík, Jakinn, Straumur, Stormur og Alda, sem eiga það jafnframt sameiginlegt nota rafmagn í stað jarðefnaeldsneytis,“ segir í tilkynningunni.

Nýr rafdrifinn gámakrani, sem hefur fengið nafnið Alda, kom til landsins um síðastliðna helgi. Kraninn er 125 tonn að þyngd, er færanlegur og með 54 metra bómu sem getur þjónustað stærri skip en eldri kranar. Stýrishús kranans er einnig hærra sem gefur aukið útsýni fyrir kranastjóra.

Kraninn er af gerðinni Gottwald og er 10 krani Eimskips af þeirri gerð. Eftir komu kranans er Eimskip með 11 krana í rekstri, eins og segir í tilkynningu.

Á sama tíma mun gámakraninn Grettir kveðja Sundahöfn. Kraninn verður fluttur til Þórshafnar í Færeyjum og mun þjónusta skip Eimskips þar. Koma Grettis til Þórshafnar fjölgar gámakrönum þar í þrjá, sem mun auka rekstraröryggi og lyftigetu hafnarinnar.

„Eitt stærsta sjálfbærniverkefni Eimskips er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið varðandi það. Verkefni tengd gróðurhúsalosun eru beintengd heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um aðgerðir í loftlagsmálum en félagið leggur einmitt áherslu á það markmið. Alls eru 4 gámakranar á hafnarsvæðinu í Reykjavík, Jakinn, Straumur, Stormur og Alda, sem eiga það jafnframt sameiginlegt nota rafmagn í stað jarðefnaeldsneytis,“ segir í tilkynningunni.