Aukning varð á flestum tegundum skipa milli ára. Flutningaskip 8%, fiskiskip 35%, næstum tíföldun var í komu farþegaskipa frá fyrra ári en hafa ber hugfast áhrif faraldursins í þessu samhengi. Rannsóknar- og varðskip 22% og önnur skip 50% aukning. Tankskipum fækkaði hins vegar um 5% milli ára.

Ef skoðaðar eru nánar brúttótonnatölur skipa sem koma til Faxaflóahafna þá er merkjanlegur munur milli ára. Á árinu 2020 komu skip að stærð 6.849.496 brúttótonn til hafna Faxaflóahafna. Aukning var á heildarstærð skipa í brúttótonnum árið 2021 en þá fór heildarstærðin upp í 9.677.566 brúttótonn.