„Verða gerð út til rækjuveiða“, segir í bréfi til Fiskifrétta sem barstmilli jóla og nýárs veturinn 1983 frá fyrirtæki í Nígeríu, sem óskaði eftir því að taka togara á leigu til rækjuveiða við Afríku. Segir í bréfinu, að fyrirtækið geti útvegað veiðiheimildir við Nígeríu, Mauritaníu og Miðbaugs Guineu. Um fyrirtækið O-A Enterprises(Nigeria) Limited var að ræða. í bréfinu til Fiskifrétta sagði meðal annars: „O-A Enterprises er þekkt fyrirtæki í Nígeriu. Það er viðskiptafyrirtæki og einn þáttur rekstrarins snýst um fiskveiðar og hefur svo verið síðustu fjögur árin.“

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, O.S. Ogundipe Alatise, segir: „Við erum að leita að togurum/bátum 30 metrar og lengri. Þetta þurfa að vera frystiskip."

Vakin er athygli á því að eldri árgangar Fiskifrétta, frá árunum 1983 til 2008, eru  nú aðgengilegir á vefnum Tímarit.is.