Stormur HF, fyrsta rafknúna fiskiskip landsins, er nú miðja vegu milli Íslands og Noregs en samkvæmt heimildum Fiskifrétta hefur skipið verið selt norskum aðilum. Stormur var í eigu Storm Seafood þegar það kom til Reykjavíkur 20. desember 2017. Steindór Sigurgegirsson, þá framkvæmdastjóri og aðaleigandi Storms Seafood, sagði við það tækifæri að fyrirtækið myndi ekki gera skipið út. Nú hefur það legið bundið við bryggju í Reykjavíkurhöfn í næstum sex ár.

Axel Jónsson skipstjóri í brúnni.
Axel Jónsson skipstjóri í brúnni.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Skipið var smíðað á Nýfundnalandi árið 2005 og var 25 metrar á lengd og 9,20 metrar á breidd. Smíðin var fjármögnuð af Landsbankanum og í hruninu komst það í eigu þrotabús bankans. Þá hafði verið lokið við um 80% af smíði skipsins. Það hafði verið til sölu í mörg ár þegar Stormur Seafood keypti það árið 2015. Í póllandi var það lengt um 23 metra og breikkað talsvert.

Stormur HF er fyrsta rafknúna fiskiskip landsins og með hliðarbrunn þar sem línan er dregin. Lestarrýmið er mjög stórt miðað við skip af þessari stærð. Hægt er að koma fyrir í lestinni 456 kerum með samtal sum 140 tonn af ferskum fisk og um 400 tonn af frystri afurð. Lestin er því litlu minni en í nýjustu togurum Brims hf.

Stormur er með tvinnaflrás og gengur fyrir rafmagni við veiðar.
Stormur er með tvinnaflrás og gengur fyrir rafmagni við veiðar.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Skipið hefur aldrei farið til veiða og hefur verið í söluferli í mörg ár. Í mars 2019 sögðu Fiskifréttir frá því að samist hafi um kaup kanadísks útgerðarfélags á línu- og netaskipinu Stormi HF og kaupverðið sé 140 milljónir evra. Samningur þessi rann út í sandinn og það er ekki fyrr en núna sem hreyfing virðist komin á þessi mál. Stormur HF er nú skráður í eigu Storms HF 294 ehf. Í ársreikningi fyrir 2021 er allt hlutfé í lok þess árs sagt í eigu Austmanna ehf. Forráðamaður og stjórnarformaður Austmanna er Steindór Sigurgeirsson, fjárfestir búsettur í Hong Kong. Ekki náðist í Steindór við vinnslu fréttarinnar.

Stormur HF, fyrsta rafknúna fiskiskip landsins, er nú miðja vegu milli Íslands og Noregs en samkvæmt heimildum Fiskifrétta hefur skipið verið selt norskum aðilum. Stormur var í eigu Storm Seafood þegar það kom til Reykjavíkur 20. desember 2017. Steindór Sigurgegirsson, þá framkvæmdastjóri og aðaleigandi Storms Seafood, sagði við það tækifæri að fyrirtækið myndi ekki gera skipið út. Nú hefur það legið bundið við bryggju í Reykjavíkurhöfn í næstum sex ár.

Axel Jónsson skipstjóri í brúnni.
Axel Jónsson skipstjóri í brúnni.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Skipið var smíðað á Nýfundnalandi árið 2005 og var 25 metrar á lengd og 9,20 metrar á breidd. Smíðin var fjármögnuð af Landsbankanum og í hruninu komst það í eigu þrotabús bankans. Þá hafði verið lokið við um 80% af smíði skipsins. Það hafði verið til sölu í mörg ár þegar Stormur Seafood keypti það árið 2015. Í póllandi var það lengt um 23 metra og breikkað talsvert.

Stormur HF er fyrsta rafknúna fiskiskip landsins og með hliðarbrunn þar sem línan er dregin. Lestarrýmið er mjög stórt miðað við skip af þessari stærð. Hægt er að koma fyrir í lestinni 456 kerum með samtal sum 140 tonn af ferskum fisk og um 400 tonn af frystri afurð. Lestin er því litlu minni en í nýjustu togurum Brims hf.

Stormur er með tvinnaflrás og gengur fyrir rafmagni við veiðar.
Stormur er með tvinnaflrás og gengur fyrir rafmagni við veiðar.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Skipið hefur aldrei farið til veiða og hefur verið í söluferli í mörg ár. Í mars 2019 sögðu Fiskifréttir frá því að samist hafi um kaup kanadísks útgerðarfélags á línu- og netaskipinu Stormi HF og kaupverðið sé 140 milljónir evra. Samningur þessi rann út í sandinn og það er ekki fyrr en núna sem hreyfing virðist komin á þessi mál. Stormur HF er nú skráður í eigu Storms HF 294 ehf. Í ársreikningi fyrir 2021 er allt hlutfé í lok þess árs sagt í eigu Austmanna ehf. Forráðamaður og stjórnarformaður Austmanna er Steindór Sigurgeirsson, fjárfestir búsettur í Hong Kong. Ekki náðist í Steindór við vinnslu fréttarinnar.